Á starfsdögum í leik- og grunnskóla er boðið upp á endurmenntun sem er starfinu nauðsynlegt. Miðað er við að starfsfólk haldi þekkingu sinni við með því að fara á skyndihjálparnámskeið á 2ja ára fresti. Að þessu sinni fengum við hagnýtt námskeið sem Thomas Helmig sá um á vegum Rauða kross Íslands.
Farið var í verklegar æfingar í endurlífgun, beinbrotum og blæðingum. Einnig rætt um sykursýki og bráðaofnæmi og þar að auki um eitranir s.s. nikótín. Síðan voru tilfellaæfingar teknar.