Föstudaginn 11. maí fórum við í þjóðgarðinn með Fríðu Völu og dómnefnd hennar, vegna verkefnisins ,,Unglingar og
lýðræði”. Þetta var seinni hluti verkefnisins en fyrri hluti þess var fólgin í ritgerðarvinnu.
Við byrjuðum í Gljúfrastofu og kynntum fyrir þeim verkefnið ,,Þjóðgarðsskóli”. Svo var ferðinni
heitið inn í byrgi þar sem við sögðum þeim sögur á viðeigandi stöðum. Við vorum einskonar leiðsögumenn þar sem
krakkarnir úr 9.-10. bekk Raufarhafnarskóla voru með í för. Að lokum var farið aftur í Gljúfrastofu þar sem við lukum
dagskránni.
Fyrir hönd unglingadeildar:
Baldur
Chanee
Einar
Skoða myndir úr ferðinni