Síðastliðinn fimmtudag, 30. janúar var haldið þorrablót í skólanum og foreldrum boðið að taka þátt. Nemendur sáu bæði um veislustjórn og skemmtiatriði sem féllu í góðan jarðveg gestanna. Jónas Þór tónlistarkennari hélt uppi fjöldasöng þar sem nemendur tóku vel undir enda búið að æfa þorrablótslög í samsöng síðastliðnar vikur. Yngri deildin lék sögu af Bakkabræðrum þegar þeir ákváðu að bera myrkrið út úr húsinu og sólina inn í höttunum sínum.
Mið- og unglingadeild voru með kennaragrín á myndbandi sem hægt er að sjá á heimasíðunni hér: https://oxarfjardarskoli.nordurthing.is/is/nemendur/myndbond. Að lokinni sýningu var spurningakeppni meðal gesta í Kahoot um efni myndbandsins.
Þetta var í annað sinn sem þorrablót er haldið í skólanum og trúlega komið til að vera.
Veislustjórar - Erla María og Ronja Sól
Bakkabræður
Yngri deildin söng Þorraþrælinn fyrir gestina
Snæddur var hefðbundinn þorramatur sem matráðar sáu um að bera á borð
Góð mæting foreldra á viðburðinn
Jónas Þór sá um að stjórna fjöldasöng