Föstudaginn 11. maí kom Elvar Bragason ásamt krökkunum sem hafa verið í tónlistarsmiðju hjá honum á Húsavík. Þau héldu tónleika fyrir krakkana í félagsmiðstöðinni í Pakkhúsinum á Kópaskeri. Einnig höfðum við boðið Raufarhafnarkrökkunum að koma og vera með,
Tónleikarnir heppnuðust mjög vel og var gaman að sjá hvað krakkarnir eru orðnir flinkir. Á eftir var smá ball þar sem Reynir sá um að vera DJ. Greinilegt var að mannskapurinn var orðinn þreyttur eftir langan dag og dró fljótt af fólki, svo ballið stóð aðeins til rúmlega 22. Vonandi að flestir hafi þó skemmt sér ágætlega.