Í dag tóku allir nemendur skólans þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í ljómandi hlaupaveðri. Hlaupið fór fram í sumarhúsabyggðinni neðan við Lund og nemendur stóðu sig með prýði.
Föstudaginn síðasta fóru nemendur í 7.-10. bekk á árlegt Laugamót, þar sem minni skólar á Norðausturhorninu koma saman og keppa í hinum ýmsu íþróttum. Nemendur frá Raufarhöfn komu og kepptu með okkur.
Í gær var opinn foreldrafundur haldinn í skólanum. Vel var mætt og boðið upp á kaffi og kökur. Fundargerðin er komin á heimasíðuna undir *Skólinn* > *Foreldrafélag* > *Fundargerðir*
Í dag fengum við skákkennara frá skákfélaginu Goðanum, Hermann Aðalsteinsson, í skólann en hann mun koma til okkar einu sinni í mánuði og sjá um skákkennslu í vetur fyrir alla árganga. Nemendur frá Grunnskóla Raufarhafnar komu líka og munu taka þátt með okkur í vetur.