Við erum stolt af því að eiga nemanda sem tók þátt í smásagnasamkeppni Risastórra smásagna. Árdís Laura í 4. bekk sendi inn smásöguna sína "Vorsaga" inn í smásagnasamkeppnina og var sagan hennar valin áfram ein af 20 úr um 200 innsendum sögum.
Dómnefndin á þó eftir að velja tvær sögur, eina úr yngri flokk og eina úr eldri flokk sem munu hljóta verðlaunagrip Sagna, Svaninn, í beinni útsendingu á RÚV þann 7. júní næstomandi.
Árdís Laura mun fá tíma með ritstjóra, Evu Rún Þorgeirsdóttur rithöfundi, til að fara yfir söguna og betrumbæta ef þarf áður en hún verður gefin út. Bókmenntaborg UNESCO ætlar að láta prenta bókina handa verðlaunahöfunum sem allir fá eitt eintak fyrir sjálfa sig og annað handa skólunum. Bókin mun einnig verða gefin út rafrænt af MMS - Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.
Í morgun var sagana hennar lesin upp í gryfju og fékk hún afar góðar viðtökur enda góð saga af sauðburði og uppáhaldsdýrum! Við óskum Árdísi Lauru innilega til hamingju með árangurinn og óskum henni góðs gengis áfram!