Dagur í­slenskrar tungu í­ Öxarfjarðarskóla og bringsmalarskotta

Gugga kynnir bók sí­na. Mynd:Christoph Wöll
Gugga kynnir bók sí­na. Mynd:Christoph Wöll

Dagur í­slenskrar tungu var haldinn hátí­ðlegur í­ Öxarfjarðarskóla í­ dag föstudaginn 15. nóvember - Í kjölfar örlí­tillar umræðu um daginn og þjóðskáldið Jónas Hallgrí­msson, kynnti Guðrí­ður Baldvinsdóttir, Lóni, rithöfundur með meiru, fyrir okkur nýútkomna bók sí­na, Sólskin með vanillubragði. Guðrí­ður las kafla úr bókinni. Sagan gerist í­ veit og margir skondnir karakterar koma fyrir í­ henni. Ég hvet fólk til að lesa þessa barnabók með börnum sí­num. Það eru allt of fáar nútí­masögur sem gerast í­ sveit. Við óskum Guðrí­ði Baldvinsdóttur hjartanlega til hamingju með bókina og erum þakklát fyrir að hún skyldi gefa sér tí­ma til að koma til okkar. Miðdeild futti frumsamin ljóð um í­sbjörninn sem á í­ vök að verjast vegna loftlagsbreytinga og börn sem eiga á brattan að sækja og búa við erfið kjör. Jónas Hallgrí­msson var náttúrufræðingur, auk þess að vera skáld, og bjó til mörg orð sem okkur þykja sjálfsögð í­ dag, m.a. fluggáfaður, brandugla, hafflötur o.fl. Undirrituð hnaut um hugtakið, bringsmalarskotta, og fann ekki í­ fljótu bragði skýringu á hugtakinu en skýringin er komin 🙂 bringsmalarskotta er hugtak sem Jónas Hallgrí­msson notaði yfir þunglyndi; Eitthvað sem lagðist þungt á brjóstið á manni, eins og draugur eða mara.

Að lokum sungum við saman. Á í­slensku má alltaf finna svar.

Â