Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Öxarfjarðarskóla í dag föstudaginn 15. nóvember - Í kjölfar örlítillar umræðu um daginn og þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson, kynnti Guðríður Baldvinsdóttir, Lóni, rithöfundur með meiru, fyrir okkur nýútkomna bók sína, Sólskin með vanillubragði. Guðríður las kafla úr bókinni. Sagan gerist í veit og margir skondnir karakterar koma fyrir í henni. Ég hvet fólk til að lesa þessa barnabók með börnum sínum. Það eru allt of fáar nútímasögur sem gerast í sveit. Við óskum Guðríði Baldvinsdóttur hjartanlega til hamingju með bókina og erum þakklát fyrir að hún skyldi gefa sér tíma til að koma til okkar. Miðdeild futti frumsamin ljóð um ísbjörninn sem á í vök að verjast vegna loftlagsbreytinga og börn sem eiga á brattan að sækja og búa við erfið kjör. Jónas Hallgrímsson var náttúrufræðingur, auk þess að vera skáld, og bjó til mörg orð sem okkur þykja sjálfsögð í dag, m.a. fluggáfaður, brandugla, hafflötur o.fl. Undirrituð hnaut um hugtakið, bringsmalarskotta, og fann ekki í fljótu bragði skýringu á hugtakinu en skýringin er komin 🙂 bringsmalarskotta er hugtak sem Jónas Hallgrímsson notaði yfir þunglyndi; Eitthvað sem lagðist þungt á brjóstið á manni, eins og draugur eða mara.
Að lokum sungum við saman. Á íslensku má alltaf finna svar.
Â