Góðar gjafir til skólans

Skjávarpinn nýi

Kvenfélag Öxfirðinga og Kvenfélag Keldhverfinga hafa fært skólanum veglegar gjafir. Í sí­ðustu viku var settur upp skjávarpi í­ stofu 1 sem er gjöf kvenfélaganna. Hann er festur upp í­ loftið og kemur til viðbótar við þann sem fyrir var í­ stofu 2. Í dag komu svo í­ hús tvö pör af öflugum hátölurum sem einnig eru hluti af þessari góðu gjöf. Stefnan er að þessir hátalarar verði festir upp á vegg í­ stofu 1 og 2 og komi til að nýtast með skjávörpunum. Það er mikill munur að geta gengið að þessum kennslubúnaði ví­sum í­ stofunum og þurfa ekki að vera að bera þetta með sér á milli. 

Við þökkum Kvenfélögum Öxfirðinga og Keldhverfinga þessar höfðinglegu gjafir.

Hátalararnir