Háskólalestin fer reglulega út á land til að kynna starfsemi Háskóla Íslands með litlum námskeiðum í nokkrum fögum og setur það í búning fyrir grunnskólanemendur. Að þessu sinni bauðst mið-og unglingadeild Öxarfjarðarskóla að taka þátt ásamt skólunum austan við okkur; Grunnskólanum á Þórshöfn og Vopnafjarðarskóla. Lagt var af stað í bítið í gærmorgun þar sem dagskrá átti að hefjast um kl. 9:00.
Í boði voru nokkrar smiðjur; efnafræði, náttúrufræði (eðlisfræði), nýsköpun (tæknimennt /forritun), blaða- og fréttamennsku, sjúkraþjálfun, framtíð hafsins (þverfræðilegt) og gervigreind.
Nemendur gátu valið sér þrjár smiðjur af þessum sjö og fengu góða og skemmtilega kynningu.
Vel var tekið á móti nemendum og starfsfólki og allir á einu máli um að þessi ferð hafi verið vel heppnuð. Myndir frá deginum hér fyrir neðan: