Í dag fóru nemendur mið- og unglingadeildar ásamt kennurum sínum í Ásbyrgi í tengslum við útikennslu sem er fyrsta þema haustsins.
Þar fengu þau fyrst fræðslu í Gljúfrastofu frá Ástu Rut landverði um gróðurfar, jarðfræði, tilurð Ásbyrgis o.fl. Síðan lá leiðin inn í byrgið þar sem nemendur þurftu að hafa augu og eyru opin og skrá hjá sér það sem fyrir augu bar samkvæmt verkefnalýsingu. Að lokum reyndu nemendur og kennarar sig í reiptogi enda veðrið til þess, sól og blíða.