Í gær var hreinsunardagur í nágrenni skólans og tóku allir nemendur þátt auk elstu barna leikskóladeilarinnar Vinakots. Sem betur fer var ekki mikið rusl á vegi okkar en þó eitthvað og gott að nemendur taki þátt í því að hlúa að náttúrunni og fegra umhverfið. Hreinsað var frá Jökulsárbrú að Víðinesi og svo í kringum skólann og íþróttahúsið. Veðrið lék við okkur í gær eins og undanfarna daga þannig að við nutum útiverunnar og öll börn leik- og grunnskóla fengu pylsu og safa í boði Norðurþings.
Nú eru einungis þrír skóladagar eftir áður en nemendur mið- og unglingadeildar fara í atvinnuþema 20.- 22. maí og fá að kynnast hinum ýmsu störfum í nærsamfélaginu.
Svo litast síðustu skóladagarnir mikið af verkefnaskilum og námsmati. Skólaslit verða fimmtudaginn 22. maí kl. 17:30.