Kæru foreldrar/forráðamenn, nemendur, starfsfólk og aðrir velunnarar
 Takk fyrir skemmtilega samveru á Vorfagnaði skólans og þann velvilja sem þið hafið sýnt okkur í tengslum við verkefnið. Eins alla þá vinnu sem af ósérhlífni var lögð var í verkefnið af foreldrum, nemendum og starfsfólki. Velunnarar í samfélaginu styrktu verkefnið með myndarbrag og hafi þeir þökk fyrir.
Â
😊 Vorfagnaður gekk með eindæmum vel og við erum búin að heyra í foreldrum og velunnurum sem telja þetta vera orðinn einn helsta menningarviðburð samfélagssins hér. Vorfagnaður er fyrst og fremst verkefni unglingastigsins en hin stigin komu einnig að því á sinn hátt. Uppskera þemaviku kom sterkt inn. Sýning á afurðum var í myndmenntastofu, sýnd voru myndbönd sem nemendur höfðu gert og vöktu mikla athygli. Einnig var sýnt myndasaga um ferð unglinganna á Snartarstaðanúp og flutti fjórði bekkingur textann. Fróðleikur um um tilurð björgunarsveitanna var lesinn upp ásamt atburðum sem höfðu gerst og myndir frá Landsmótinu 1980 varpað upp á tjald. Tónlistaratriði voru á dagskrá og tóku 4. til 10 bekkur þátt þar. Haldin var tískusýning og auðvitað var þar um að ræða sýningu á þróun björgunarsveitafatnaðs og voru unglingarnir okkar eins og atvinnufólk á þessu sviði. Ljóð var lesið af 7. bekkingi, af krafti, um það hvernig bændur ættu að haga sér í göngum. Myndverk og myndir tengdar björgunarsveitarstarfi héngu á veggjum. Vélarmar, Voru til sýnis. Þjónustan hjá unglingunum var til fyrirmyndar og Víkingur og Linda höfðu orð á því hversu gott hefði verið að vinna með unglingunum. Mig langar að þakka ykkur öllum fyrir það hversu vel tókst til.
Â
Â
Kær kveðja,
Guðrún S. K.
Â