Laugamót

Föstudaginn síðasta fóru nemendur í 7.-10. bekk á árlegt Laugamót, þar sem minni skólar á Norðausturhorninu koma saman og keppa í hinum ýmsu íþróttum. Nemendur frá Raufarhöfn komu og kepptu með okkur.

Keppt var í skotbolta, þrautabraut, körfubolta og blaki, en nemendur velja sjálfir hvaða íþrótt þau vilja taka þátt í. Stelpurnar okkar lentu annað árið í röð í öðru sæti í skotboltanum en strákarnir unnu blakið.
Framhaldsskólinn á Laugum bauð bæði upp á hádegis- og kvöldverð. Eftir keppnina var feluleikur í gamla skólanum og síðan ball. Allt gekk þetta vandræðalaust fyrir sig og krakkarnir komu sælir heim eftir langan dag.