Í þetta skipti voru það nemendur í miðdeild sem fengu að kryfja laxa undir leiðsögn Thomas Helmigs frá Samherja fiskeldi. Nemendur eru að læra um fiska þessa dagana og fengu að spyrja Thomas ýmissa spurningar um fiska, fiskeldi og allt sem tengist starfi fiskeldisfræðings. Nemendur voru mjög spenntir, virkir og ófeimnir við að snerta og skera fiskana. Það var helst einn kennari (við skulum ekki nefna nein nöfn en getum sagt hér að hún er gift fiskeldafræðingi) sem átti erfitt með verkefnið og ætlar ekki að borða sushi á næstunni.