Nýju ári fylgja ný verkefni og nú erum við í lestrarátaki - stórir sem smáir.
Janúarmánuður verður helgaður lestri með átaki sem heimili og skóli taka þátt í. Ákveðið var að blanda árgöngum saman í paralestur og gaman að sjá eldri aðstoða yngri enda ríkti mikil gleði. Einnig erum við markvisst að efla íslenskan orðaforða og eru orð vikunnar sett upp til umfjöllunar og sundurgreiningar.
Þessar vikurnar eru nemendur mið- og unglingastigs að læra efnafræði og gera alls kyns tilraunir með margskonar efni. Þau setja fram tilgátur sem svo eru prófaðar og niðurstöður skráðar. Verkefni af þessum toga eru bæði lærdómsrík og skemmtileg að takast á við.
Yngri deildin er að ljúka verkefnum tengdum mælingum og hefja nám í tengslum við mannslíkamann.