Litlu jólin í­ Öxarfjarðarskóla

Litlu jólin mánudaginn 21. desember 

 

Litlu jólin voru í­ dag, mánudaginn 21. desember. Pakkapúkkið var á sí­num stað og lesin sundur jólakort í­ grunnskóladeild. Allir fengu hátí­ðarmat og dansað var í­ kringum jólatré af þeim yngri undir gí­tarspili Jónasar Þórs sem keyrði áfram sönginn. Jólamálsverður var hólfaskiptur. Stigin fjögur borðuðu hátí­ðamat, sem þær Hulda og Fljóða reiddu fram, hvert fyrir sig. Gluggagægir kom öllum að óvörum þegar hann gægðist á gluggann hjá nemendum og skildi eftir mandarí­nur. 

 

Leikskóladeildin á Kópaskeri fékk hátí­ðamat úr Stóru Mörk, þær systur Anna Lára og Alda framreiddu hátí­ðamat fyrir nemendur og starfsfólk á Kópaskersdeild. Veikindi settu svip sinn á daginn þar, því­ börnin voru fá. Það vakti mikla kátí­nu að Gluggagægir skyldi gefa sér tí­ma til að kí­kja á gluggann hjá þeim, og einnig þar skildi hann eftir mandarí­nur. Hann er fljótur í­ förum þessi Gluggagægir 

 

Jólabragur var samt á öllum stigum þrátt fyrir að skipulag sé svolí­tið öðruví­si vegna aðstæðna. Grunnskólanemendur voru í­ umsjá umsjónarkennara þennan dag. 

Kennsla hefst aftur þann 5. janúar á hefðbundnum tí­ma, samkvæmt stundaskrá.
The school will start again on the 5th of January 2021 in normal hours.