Litlu jólin mánudaginn 21. desemberÂ
Â
Litlu jólin voru í dag, mánudaginn 21. desember. Pakkapúkkið var á sínum stað og lesin sundur jólakort í grunnskóladeild. Allir fengu hátíðarmat og dansað var í kringum jólatré af þeim yngri undir gítarspili Jónasar Þórs sem keyrði áfram sönginn. Jólamálsverður var hólfaskiptur. Stigin fjögur borðuðu hátíðamat, sem þær Hulda og Fljóða reiddu fram, hvert fyrir sig. Gluggagægir kom öllum að óvörum þegar hann gægðist á gluggann hjá nemendum og skildi eftir mandarínur.Â
Â
Leikskóladeildin á Kópaskeri fékk hátíðamat úr Stóru Mörk, þær systur Anna Lára og Alda framreiddu hátíðamat fyrir nemendur og starfsfólk á Kópaskersdeild. Veikindi settu svip sinn á daginn þar, því börnin voru fá. Það vakti mikla kátínu að Gluggagægir skyldi gefa sér tíma til að kíkja á gluggann hjá þeim, og einnig þar skildi hann eftir mandarínur. Hann er fljótur í förum þessi GluggagægirÂ
Â
Jólabragur var samt á öllum stigum þrátt fyrir að skipulag sé svolítið öðruvísi vegna aðstæðna. Grunnskólanemendur voru í umsjá umsjónarkennara þennan dag.Â
Kennsla hefst aftur þann 5. janúar á hefðbundnum tíma, samkvæmt stundaskrá.
The school will start again on the 5th of January 2021 in normal hours.