Á morgun, miðvikudaginn 30. janúar, mun listafólkið Kolbeinn Hugi og Nika Dubrovsky, sem er frá Rússlandi, koma til okkar með listasmiðju fyrir mið- og unglingastig. Nemendur mið- og unglingastigs á Raufarhöfn munu koma til okkar og taka þátt í þessu verkefni sem listafólkið kallar: Mannfræði fyrir krakka.
 Þetta verður spennandi verkefni. Nemendur munu skapa eigin ímynduð samfélög og þjóðir með hjálp leiðbeinenda. Nemendur glíma þannig á skapandi hátt við spurningar eins og hvað er samfélag? Hvað þarf til að samfélag virki? Hvernig geta samfélög verið Við sköffum bækur og efni til þess að hjálpa til við ferlið og í bókunum eru ýmis verkefni/viðfangsefni sem nemendurnir geta valið úr sem snertir áhugasvið þeirra í samfélagsfantasíum þeirra.
 Hlökkum til 😊