Í morgun, miðvikudaginn 30. janúar, komu þau listafólkið Kolbeinn Hugi og Nika Dubrovsky, sem er frá Rússlandi, til okkar með listasmiðju fyrir mið- og unglingastig. Því miður hafði Grunnskóli Raufarhafnar ekki tök á að vera með okkur í þessu verkefni sem listafólkið kallar: Mannfræði fyrir krakka.
 Listafólkið var ánægt með andrúmsloftið sem mætti þeim í skólanum og töluðu um frjálslega nemendur sem voru tilbúnir til þess að nota ímyndunaraflið. Nemendur sköpuðu eigin ímynduð samfélög og þjóðir með hjálp þeirra Niku og Kolbeins. Nemendur glímdu þannig á skapandi hátt við spurningar eins og hvað er samfélag? Hvað þarf til að samfélag virki? Hvernig geta samfélög verið?  Það var gaman að koma niður og heyra og sjá hvað nemendur voru að gera.