Mánudaginn 6. október er leikskólafólk á námskeiði - leikskóladeildir samt opnar

Leikskóladeildir eftir sem áður opnar.
Sífellt eru gerðar meiri kröfur um endurmenntun á öllum skólastigum og fer leikskólafólkið mitt á námskeiðið Stig af stigi, sem verður á Akureyri þennan dag. Leikskóladeildir starfa samkvæmt venju. Í Lundi verða það þær Ann- Charlotte, Conny og Jenny sem ætla að manna leikskóladeildina. Þetta eru konur sem leikskólabörnin þekkja vel. Conny starfar með deildinni í hverri viku. Við stefnum líka á að fá góða konu úr grennd (þær hafa nokkrar verið í afleysingum á leikskóladeild) til að koma þennan dag og vera með okkur. Við hin, í grunnskóladeild tökum á okkur aukin verkefni þennan dag svo af þessu geti orðið. Á Kópaskeri ætlar María Kristín ásamt Fríðu Halldórs að standa vaktina svo þær Áslaug Svava og Kristín Ósk geti sótt námskeiðið. Kveðja,
GSK