Myndir frá skólaslitum

http://oxarfjardarskoli.nordurthing.is/myndir/gallery/Vetur_08-09/skolaslit/IMG_6187.JPGÖxarfjarðarskóla var slitið í kvöld. Nemendur úr yngstu deild spiluðu á blokkflautur, en þau hafa öll verið í vikulegum blokkflaututímum hjá Birni Leifssyni í vetur. Guðrún skólastjóri fór með smá ræðu þar sem hún rakti meðal annars það helsta úr skólastarfi vetrarins. Síðan voru 10. bekkingar útskrifaðir og þeim afhent einkunnablöð sín og rós. Að því loknu hittu nemendur umsjónarkennara sína í stofum þar sem allir hinir fengu sín vitnisburðarblöð. Að lokum var boðið upp á kaffi og meðlæti í mötuneytinu.

Starfólk skólans þakkar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans kærlega fyrir ánægjulegt samstarf í vetur og óskar öllum góðs sumars.

Skoða myndir