í“hefðbundin skólaslit Öxarfjarðarskóla, og útskrift 10. bekkinga, í ljósi COVID-19, tókust með miklum ágætum. Eftir hádegi, kl 13:00, tók við dagskrá sem nemendur ásamt kennurum höfðu undirbúið. Yngsta stigið var með söng og flutti ljóð, miðstig hafði undirbúið og gert stórskemmtileg myndbönd í stop motion. Unglingastigið var með stórskemmtilega framsögu þar sem nemendur þökkuðu fyrir sig og gerðu góðlátlegt grín að kennurum. Smíðakennarinn okka var til taks með gítarinn og við sumgum við undirleik hans. Einn nemandi leikskóladeildarinnar í Lundi var útskrifaður með pomp og prakt. Síðar þennan dag var svo útskrift 10. bekkinga.