Í dag 19. mars var stóra upplestrarkeppnin haldin á Húsavík og fyrir hönd Öxarfjarðarskóla fóru þau Jón Alexander
Arthúrsson og Jónína Freyja Jónsdóttir og stóðu sig vel. Það fór svo að Jónína Freyja Jónsdóttir hreppti
fyrsta sætið í keppninni. Jónína flutti hluta kvæðisins, Sveinn Dúfa eftir Runeberg. Þetta er þriðja árið í
röð sem við löndum fyrsta sætinu og erum stolt af. Þetta er í fyrsta skipti sem nemendur Öxarfjarðarskóla keppa á Húsavík en
vegna fæðar sjöundubekkinga austan Húsavíkur var ekki hægt að halda hana á Raufarhöfn eins og undanfarin ár. Undankeppni var haldin í
skólanum þar sem sjöundi bekkur allur, Jón Alexander, Jónína Freyja, Kristinn Aron og Sindri Þór, stóðu sig öll vel. Það
er heilmikil vinna fyrir nemendur að búa sig undir svona keppni.
Smellið á Lesa meira fyrir hlekk á myndir frá keppninni. Kv,GSK