Nú er komið að því að skólastarf hefjist í Öxarfjarðarskóla. Skólastarf hefst 27. ágúst á venjulegum skólatíma, þ.e. kl. 08:20 í Lundi og klukkan 08:00 á Kópaskeri. Skólabílar leggja af stað frá Kópaskeri og Fjöllum kl. 07:45. Skólabíll leggur svo af stað heim frá Lundi kl. 15:00 mánudaga- fimmtudaga. Á föstudögum lýkur skóla kl. 13:40 og leggur skólabíll þá af stað 13:50. Skólahúsið á Kópaskeri verður opnað klukkan 07:50 á morgnana.
Ákveðið var að breyta út af venjunni og hafa ekki hefðbundna skólasetningu, í stað þess mun starfsfólk skólans, í samráði við heimilin, heimsækja heimilin með ýmsar hagnýtar upplýsingar um skólastarfið s.s. skóladagatal, stundatöflur og kynnum sundúthald o.fl. Í þessari heimsókn hvetjum við foreldra og foráðamenn til þess spyrja og biðja um skýringar. Þó nokkrir nýjir nemendur eru að koma í skólann og munu nemendum, foreldrum og forráðamönnum þeirra vonandi nýtast þessi fundir vel og er þetta tilvalið tækifæri til þes að koma óskum og upplýsingum t.d ef um ný netföng er að ræða á framfæri. Við stefnum á að fara í þessar heimsóknir dagana 22.- 24. sept. í þessari viku. Þetta er liður í að auka og bæta samstarf við foreldra sem við teljum mikilvægan þátt í skólastarfi. Við vonum að þið takið þessari nýbreytni vel og vonumst eftir góðu og árangursríku samstarfi við ykkur.
Umsjónarkennarar hafa sett upp innkaupalista fyrir nemendur sínar og er hægt að sjá þá með því að smella á tenglana hér að neðan.