Undanfarna daga hefur
starfsfólk skólans heimsótt heimili nemenda skólans. Við höfum allstaðar fengið góðar móttökur og virðist þetta
fyrirkomulag á skólabyrjun mælast vel fyrir. Eitthvað var um að fólk væri að heiman og verða þau heimili ekki heimsótt
sérstaklega nema óskað verði eftir því. Við minnum einnig á að fólk er ávallt velkomið í heimsókn til að
ræða starfið
eða annað því tengt.
Fimmtudag og föstudag sat starfsfólk skólans námskeið sem Kristján Már Magnússon sálfræðingur hélt fyrir okkur. Kristján fór með okkur í gegnum ákveðniþjálfun og sjálfstyrkingu og samtöl og samskipti. Þetta var skemmtilegt og lærdómsríkt námskeið sem á örugglega eftir að nýtast okkur til að bæta okkur í starfi.