Kæru foreldrar/forráðamenn og starfsfólk leikskóla.
Sumarlokun leikskóladeilda:
Í dag er síðasti dagur fyrir sumarlokun leikskóladeilda. Sumarlokun hefst frá og með 13. júlí til og með 14. ágúst. Leikskóladeildir opna aftur mánudaginn 17. ágúst. Skólaakstur hefst 25. ágúst. Skóladagatal grunnskóladeildar var sent á alla foreldra og starfsmenn í dag.
Það er gaman í leikskólanum:
Á þriðjudaginn var kveðjuhóf í leikskólanum á Kópaskeri. Báðar deildir Öxarfjarðaarskóla sameinuðust þar 1. júní fram að sumarlokun. Í svo víðfeðmu skólasamfélagi, sem skólasamfélagi Öxarfjarðarskóla, er gott að hafa sveigjanleika sem þennan. Þriðjudaginn 7. júlí voru bakaðar vöfflur, poppað, blásnar upp blöðrur, leikið sér á ýmsan hátt og skemmtu allir sér vel. Í dag, seinasta daginn fyrir sumarlokun, er búningadagur og nemendur og starfsfólk í ýmsum hlutverkum og skrautlegum búningum.
Samstarf:
Þær stöllur Kristin í“sk, Eyrún, Ásta, Jóhanna og Erna Rún hafa haldið utan um leikskólann í sumar. Erna Rún kom inn í afleysingar. Samstarfið hefur á allan hátt gengið vel og vill Kristín í“sk, deildarstjóri á Kópaskeri, þakka fyrir gott samstarf við bæði foreldra og samstarfskonur.
Njótum sumarsins með börnunum okkar.
Kær kveðja,
Guðrún S. K.