Síðustu vikur höfum við verið með sundkennslu til að ljúka skyldunni fyrir skólaárið og sundlaugin í góðu standi. Oft hefur það gengið brösótt en núna hefur verið hægt að halda áfram nánast án þess að rof verði á kennslu og framfarir nemenda sýnilegar frá degi til dags sem er afskaplega gleðilegt. Veðurspá næstu viku ætlar að bjóða upp á jafngott, ef ekki bara enn betra veður og við höldum ótrauð áfram alveg til 19. maí en þá er jafnframt síðasti kennsludagur í skólanum.
Hér eru myndir af duglegum nemendum í sundi:
Nemendur í yngri deild hafa verið að læra um vísindamennirna Galileó Galilei-allir hlutir falla jafn hratt til jarðar í loftinu. Marie Curie fann 2 frumefni (pólín og radín) og bjó til röntgentæki. Benjamin Franklin sem var stjórnmálamaður og prentari stofnaði almenningsbókasafnið, slökkvilið og háskóla og skrifaði þar að auki stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í júní, árið 1752 kynnti hann rannsóknir sínar á rafmagni og tengdum tilgátum með sínum frægu, en jafnframt, stórhættulegu tilraunum sem fólust í því að hann flaug flugdreka meðan þrumuveður stóð yfir. í kjölfarið af þessum tilraunum fann hann upp eldingavarann og kom á tengslum milli eldinga og rafmagns.
Nemendur gerðu tilraunir og skrifuðu skýrslur um þær og vísindamennina, bjuggu til flugdreka úr sprekum og plasti og hafa verið afar áhugasöm og virk í tímum. Hér má sjá myndir af þeim í verkefnum sínum: