Þemavika 2018 og Vorfagnaður Öxarfjarðarskóla
Nú er þemaviku 2018 lokið, og ég ætla að stikla lauslega yfir hana:
Vélarmar:
Þá er þemaviku formlega lokið þó hluti hennar teygi sig inn í Vorfagnað skólans, einkum það sem snýr að Björgunarsveitarþema. Eins á ég von á að hluti uppskeru, eins og t.d. vélarmar sem ganga fyrir vökva, verði til sýnis á vorfagnaði. Mikil vinna og undirbúningur liggur á bak við þetta verk en tíu armar eru að verða til, þessu er ekki lokið. Héldu þeir Jónas, Christoph, Anka og Kiddi utan um þetta verkefni sem var hugsmíði Christophs.
Gengið á fjöll:
Kiddi og Christoph fóru með unglingastigið á fjöll. Að þessu sinni var gengið á Snartarstaðanúp. Allur hópurinn fór á toppinn og að auki fundu þau íshelli sem allir komust inn í. Spennandi!
Miðstig og Yngsta stig í björgunarsveitarkynningu:
Kiddi kom með kynningu á börgunarsveitarstarfi inn á miðstig og yngsta stig.
Yngsta stigið fékk að auki að prófa sigbúnað o.fl. Mikil gleði var hjá hópnum.
Borðskraut, skartgripir, myndasögur, myndverk ,myndbönd o.fl.:
Eins hefur orðið til borðskraut fyrir Vorfagnað skólans með logo björgunarsveita hjá nemendum, skartgripir, myndbönd hafa verið unnin og klippt með Vorfagnað í huga, myndasögur og myndverk hafa orðið til. Það má segja að unnið hafi verið með ritun með aðstoð tækninnar og einnig á hefðbundinn hátt. Þær María, Vigdís, Conny, Kristín í“sk og Anka héldu utan um þessi verkefni með nemendum. Unglingastigið stóð sig afar vel við að skapa og taka upp efni sem verður svo sýnt á Vorfagnaði. Það var ekki hjá því komist að æfingar fyrir Stóru upplestrarkeppninna, sem fór fram í gær, lituðu vikuna en við uppskárum líka vel.
Fjörug og fjölskrúðug íþróttakeppni var haldin og tóku allir þátt, nemenduur og starfsfólk. Skemmtileg nýbreytni sem mætti endurtaka öllum til ánægju. Mig langar til að þakka starfsfólki öllu og nemendum fyrir óeigingjarnt starf í þágu þemaviku. Þetta hefur verið annasöm vika en skemmtileg og eftirminnileg.Â
 Kær kveðja,
Guðrún S. K.
Â