Upplestrarkeppni

Í gær fór fram undankeppni innan skólans um hverjir yrðu fulltrúar Öxarfjarðarskóla á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin verður í Hnitbjörgum á Raufarhöfn þann 9. mars næstkomandi kl. 14:00. Kepptu nemendur 7. bekkjar um hvaða þrír nemendur færu sem fulltrúar okkar. Voru það allir átta nemendur 7. bekkjar sem tóku þátt og stóðu sig með stakri prýði. Var það erfitt hlutskipti sem beið dómnefndar að velja úr hópnum.

Í dómnefninni voru Óli Björn Einarsson og séra Jón Ármann Gíslason.

Fulltrúar skólans verða þær systur, Auður og Guðrún, og Jóhanna Margrét. Aðrir keppendur voru Andri Þór, Elvar, Freydís Rósa, Heimir og Jónína Kristín. Stóðu þau sig öll með stakri prýði og getum við verið stolt af því hversu frambærilegan hóp við eigum.