Vorgleði Öxarfjarðarskóla

Hin árlega Vorgleði Öxarfjarðarskóla var haldin föstudaginn 11. apríl síðastliðinn og var vel sótt að vanda en alls var lagt á borð fyrir um 100 manns. 
Yngri deildin var með sýningu á verkefnum síðustu vikna en þau hafa verið í landafræði og sýndu alls kyns verkefni því tengdu og buðu upp á leiki fyrir gestina. Miðdeildin sýndi verkefni sín en þau hafa verið að fræðast um ýmis dýr í náttúrufræði upp á síðastið.  Unglingastigið hélt svo utan  skemmtidagskrá sem innihélt m.a. tónlistaratriði, leikþátt og fræðslu um mannslíkamann.  Gestir fengu að spreyta sig á spurningum tengdu efninu í Kahoot ásamt því að teikna myndir og skila inn og voru vegleg verðlaun í boði. 
Undanfarin ár hefur verið á dagskránni að hanna einkennismerki (logo) fyrir skólann og núna tóku allir nemendur skólans þátt í því í myndmenntatímum og þurftu að gera grein fyrir hugmyndinni að baki teikningunn sinni. Gestir fengu svo það hlutverk að velja 5 bestu merkin sem voru svo kynnt í lok dagskrár og verða notuð í lokahönnunina. Hlökkum til að sjá þann afrakstur!
Eins og undanfarin ár hafa foreldrar lagt hönd á plóginn og séð um matreiðslu fyrir hátíðina og að þessu sinni voru það Thomas og Conny og Guðrún og Christoph sem höfðu veg og vanda að matseldinni sem þótti einstaklega ljúffeng. Í forrétt var boðið upp á suðrænt súrkálsævintýri með brauði (kjúklingasúpa), í aðalrétt voru lambaskankar með þýsku ívafi og regnbogasalat ásamt ljúfmeti grænkerans. Loks var fram borið dýrindis jarðarberja tíramísu og kaffi.  Það er ómetanlegt að hafa svo öfluga foreldra til aðstoðar við hátíðina sem leggja gríðalega vinnu í verkið og við erum velunnurum skólans þakklát - bæði þeim sem koma á hátíðina ár eftir ár en ekki síður þeim sem leggja okkur lið fjárhagslega sem eru fyrirtæki á svæðinu. Bestu þakkir!
Gaman að fyrir fyrir þessari velvild í garð skólans og ljúka honum svona fyrir páskafrí :)
Hér fyrir neðan eru myndir frá gleðinni: