Í dag fengum við breska sendiherrann á Íslandi Dr Bryony Mathew ásamt fylgdarliði í heimsókn en tilgangurinn var að vekja athygli á bókinni Tæknitröll og íseldfjöll sem Bryony skrifaði ásamt Millie Bicknelle.
Bókin fjallar um starfstækifæri framtíðarinnar og sýnir börnum hvaða störf verða meðal þeirra áhugaverðustu og mikilvægustu á Íslandi á næstu 20 árum. Allir nemendur 1. - 6.bekkja fengu bókina að gjöf en einnig fylgdi spil og bókamerki.
Þá kom Þorgrímur Þráinsson enn á ný til okkar með fyrirlesturinn "Verum ástfangin af lífinu" sem einkum er ætlaður unglingastigi en í dag fengu nemendur miðdeildar að hlusta með. Góður rómur var gerður að heimsókn hans, bæði hjá kennurum og nemendum.
Í gær var Öxarfjarðarskóli settur og í dag komu nemendur í fyrsta kennsludag þessa skólaárs. Ekki var laust við að spenningur væri í hópnum enda alltaf gaman að koma saman, hitta vinina og hefja námið.
Síðastliðinn fimmtudag, 26.júní, stóð foreldrafélag skólans fyrir sumarhátíð leikskólans eins og verið hefur undanfarin ár. Hoppukastali var fenginn á svæðið sem vakti mikla lukku, börnin fengu andlitsmálningu og svo kom Ómar Gunnarsson á björgunarsveitarbílnum og sexhjól og gaf þeim tækifæri sem vildu að fara með sér smá hring. Síðan var sett upp hjólabraut og að lokum grillaðar pylsur.