Í morgun fögnuðum við degi íslenskrar tungu (16.nóvember) og jafnframt 217 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar sem lagði sitt af mörkum til nýyrðasmíði á íslensku.
Þessa dagana litast skólastarfið af undirbúningi árshátíðar. Í mörg horn er að líta og ýmislegt sem þarf að undirbúa, s.s. búningar, sviðsmynd, leikmunir, söngur o.fl. Nemendur hafa undirbúið stiklu í aðdraganda árshátíðarinnar og alveg ljóst að enginn má láta þennan viðburð framhjá sér fara. Takið 22. nóvember frá!
Í fyrradag fékk unglingadeildin skemmtilega heimsókn - farandverkefni á vegum Listfræðsluverkefni Skaftfells - sem kennt var af Solveigu Thoroddsen. Verkefnið miðast að því að gefa þátttakendum tækifæri til að vinna með innsetningarlist sem form þar sem notast er við mismunandi miðla eins og ljósmyndun og skúlptúrgerð til að búa til innsetningu í rými.