Í fyrradag fékk unglingadeildin skemmtilega heimsókn - farandverkefni á vegum Listfræðsluverkefni Skaftfells - sem kennt var af Solveigu Thoroddsen. Verkefnið miðast að því að gefa þátttakendum tækifæri til að vinna með innsetningarlist sem form þar sem notast er við mismunandi miðla eins og ljósmyndun og skúlptúrgerð til að búa til innsetningu í rými.
Þann 27.september sl. var haldið árlegt grunnskólamót á Laugum og fóru nemendur 7.-10.b ásamt nemendum frá Grunnskóla Raufarhafnar saman ásamt kennurum sínum.
Okkur barst skemmtileg gjöf í leikskólann frá Unni í Klifshaga. Hún prjónaði nokkur vettlingapör sem eru þá til aukalega og geta nýst ef vettlingar barnanna eru blautir eða gleymast heima. Gjöfin er til minningar um þær Huldu Þórarinsdóttur og Laufeyju Bjarkadóttur í Hafrafellstungu. Við þökkum fyrir hlýhug og velvild í garð skólans og greinilegt að bakhjarlar okkar leynast víða.
Í dag hlupu nemendur skólans hið árlega Ólympíuhlaup ÍSÍ og í heildina voru það 201 km sem þau hlupu þannig að hver nemandi hljóp að meðaltali 5,9 km - vel gert hjá okkar fólki!