Í gær fengum við skákmeistara, Birki Karl Sigurðsson, í heimsókn sem hélt námskeið fyrir alla nemendur skólans auk þess sem nemendur úr Grunnskóla Raufarhafnar komu einnig og tóku þátt.
Í gærmorgun var tendrað á jólatrénu við skólann eins og venja er í upphafi aðventu og safnast þá bæði leik-og grunnskólanemendur þar saman. Þó fimbulkuldi biti í kinnar, létum við ekki deigan síga og sungum og dönsuðum í kringum tréð.