Í dag kom Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og hélt fyrirlestur fyrir 5. - 10.bekk. Þetta er í þriðja sinn sem hann kemur í Öxarfjarðarskóla með fyrirlesturinn "Verum ástfangin af lífinu".
Við fengum góða heimsókn í dag frá Listfræðsluverkefni Skaftfells. Boðið var upp á tvær smiðjur fyrir mið- og unglingastig þar sem annars vegar var unnið með texta, ljóðagerð og hins vegar prent á óhefðbundinn hátt. Góða veðrið var nýtt til útiveru í ljóðagerðinni og úr varð mikil sköpun og skemmtilegheit