Í dag fengum við skemmtilega heimsókn frá listaverkefninu List fyrir alla þar sem þær Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur og Blær Guðmundsdóttir teiknari héldu skemmtilega kynningu fyrir nemendur á yngsta- og miðstigi.
Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla skal þess gætt að jafnvægi ríki milli bóklegra og list-og verkgreina og ekki halli á verklegt nám. Þrátt fyrir smæð skólans getum við boðið upp á býsna fjölbreytt úrval af valgreinum fyrir mið-og unglingastig sem eru á stundaskrá tvisvar í viku.
Í gær opnaði sýningin Eldur, ís og mjúkur mosi í Gljúfrastofu.
Á sýningunni eru verk nemenda í Öxarfjarðarskóla sem voru hluti af sýningunni Eldur, ís og mjúkur mosi en það var samstarfsverkefni Vatnajökulsþjóðgarðs, Náttúruminjasafns Íslands, grunn- og leikskóla í nágrenni þjóðgarðsins, og breiðs hóps hönnuða og listafólks í heimabyggð skólanna. Jenny Please vann verkið með nemendum frá 1.-10. bekk. í Öxarfjarðarskóla