Í vikunni fengum við heimsókn og fræðslu frá samfélagslögreglunni. Þeir sögðu frá starfinu og ræddu einnig við nemendur um notkun samfélagsmiðla, útivistarreglur, aðgát við umferðargötur og reglur í sambandi við hjól og notkun hjólahjálma. Nemendur voru duglegir að spyrja og fengu einnig að skoða vesti lögreglumannanna og handjárnin sem þóttu mjög spennandi. Gaman að fá lögregluna í heimsókn.
Í dag voru litlu jólin haldin hátíðleg með hátíðarmat, stofujólum og dansi í kringum jólatréð. Foreldrar og aðrir aðstandendur komu og tóku þátt í gleðinni á jólaballinu. Að venju litu jólasveinarnir við hjá okkur og vöktu kátínu ungra sem aldinna.
Í gær var haldinn árlegur jólaföndurdagur í skólanum þar sem nemendur, starfsfólk, foreldrar, afar og ömmur komu saman og áttu góða stund við föndur og spjall.