Fréttir

Lækkaður hámarkshraði við Lund

Nú á haustdögum lækkaðii Vegagerðin í samvinnu við sveitarstjórn hámarkshraða í gegnum skólasvæðið við Lund. Í framhaldi af því voru sett upp skilti til að minna ökumenn á að draga úr hraðanum í gegnum svæðið.  Við viljum benda ökumönnum á að virða þessar hraðatakmarkanir því talsverð umferð gangandi barna og annarra vegfarenda er yfir þjóðveginn milli skóla og íþróttahúss. Það þyrfti ekki nema augnabliks aðgæsluleysi til að úr yrði stórslys. Við vonumst til þess að lækkaður umferðarhraði í gegn dragi úr líkum á þess háttar slysi.

Fyrsta fréttakorn nýs skólaárs

http://oxarfjardarskoli.nordurthing.is/myndir/gallery/Vetur_09-10/Skolaferdalag_1-7_bekkur/Danilo.jpgHeil og sæl!

Þá er komið að fyrsta fréttakorni þessa skólaárs. 

Skólastarfið fer vel af stað og nemendur mæta glaðir og tilbúnir til leiks og starfa. Það eru nokkrar upplýsingar sem við þurfum að koma á framfæri varðandi það sem er á döfinni hjá okkur.

Í þessu fréttakorni verður sagt frá því að sundnámskeið og lengd viðvera hefjast í næstu viku. Einnig minnum við á samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk. Að lokum segjum við frá skólaferðalagi 1.-7. bekkjar og vettvangsferðum í Akurgerði og til að skoða fornleifauppgröft.

Smellið á lesa meira til að lesa fréttabréfið í heild sinni.