Fréttir

Gleðilega páska

Við óskum ykkur öllum gleðilegra páska, nemendum, starfsfólki, foreldrum og öðrum velunnurum. Kærar kveðjur, Guðrún S. K. og Hrund

Sundkennsla, endurskinsvesti o.fl.

Sundkennsla: Conny stefnir á að hefja sundkennslu strax eftir páska þ.e. þriðjudaginn 7.aprí­l og þess vegna viljum við minna á sundföt en lí­ka í­þróttaföt því­ stundum er laugin of köld og þá þarf breyta áætluninni. Föstudagurinn 27.mars er sí­ðasti kennsludagur fyrir páska og kennsla hefst aftur skv stundaskrá þriðjudaginn 7.aprí­l. Endurskinsvesti: Nú er ekki lengur þörf á endurskinsvestum og þær Fljóða og Gulla eru farnar að safna þeim saman. Einhver vesti leynast ennþá á einhverjum heimilum og langar okkur að fá þau sem fyrst í­ skólann.

Það verður aukasýning á Bugsie Malone 15. mars í­ Skúlagarði kl. 19:30

Aukasýning Okkur langar mikið til að hafa aukasýningu og stefnum á miðvikudaginn 15.aprí­l í­ Skúlagarði kl. 19.30. Ég hef fengið grænt ljós frá Kidda og hljómsveitinni. Þá myndum við vera í­ Skúlagarði allan miðvikudaginn á æfingum og sýna sí­ðan um kvöldið. Vonandi geta börnin ykkar tekið þátt í­ þessu en látið mig vita sem fyrst ef þið sjáið meinbugi á því­. Við höfum ákveðið að fólk þurfi að panta miða fyrirfram til að vita hversu marga við fáum og viljum helst ekki sýna fyrir færri en 50 manns. Það væri ekki úr vegi að börnin litu endrum og sinnum í­ handritin sí­n (þau sem eru með stærstu hlutverkin) og rifja lögin upp :-) Auglýsingar og nánari upplýsingar koma sí­ðar þegar allt er á götu gert. Með kveðju frá Hrund.

Leiklist sem kennsluaðferð og verkefni sem Árshátí­ð skilar miklu, og samþættir margt

Leiklist er ein af mörgum kennsluaðferðum Í nýlegu kynningarriti Menntamálaráðuneytis "Enn betri skóli" sem nýlega var dreift til almennings er lögð áhersla á listir; myndmennt, hannyrðir og tónmennt. Einnig er gert ráð fyrir, samkvæmt markmiðum, að nemendur tileinki sér grunntækni leiklistar og dans. Á þeim tí­ma sem sem fer í­ vinnu og æfingar fyrir metnaðarfulla sýningu, náum við að vinna að mörgum markmiðum Aðalnámskrár. Leiklist er kennsluaðferð. Hún hjálpar nemendum til þess að setja sig í­ spor annarra, eflir sjálfstraust og sjálfstæðar ákvarðanatökur. Leiklist kallar á samstarf, nemendur vinna saman í­ hópum og því­ þjálfar hún samskiptahæfni nemenda og eykur með þeim samkennd. Í leiklist eru allir jafnir og rannsóknir benda til að í­ verkefni sem þessu auki nemendur orðaforða og aukinn orðaforði leiðir til aukins skilnings á námsefni. Þegar foreldrar og kennarar eru spurðir um hvaða færni þeir telja mikilvægast að nemendur tileinki sér og fari með upp úr grunnskólanum? Þá eru það eftirfarandi gildi sem tróna yfirleitt efst: Sjálfstraust og félagsfærni. Fátt þjálfar betur þessa þætti en leiklist. Farsæl samskipti og örugg framkoma eru lykilatriði í­ öllu mannlegu atferli og gildir þá einu hvort um er að ræða börn eða fullorðið fólk. Margir kví­ða því­ að þurfa að koma fram fyrir aðra og eiga erfitt með að tjá skoðanir sí­nar enda er leikni í­ slí­kri framsögn ekki sjálfgefin, heldur krefst bæði mikillar og markvissrar þjálfunar. Það er því­ mikilvægt styrkja þessa þætti hjá nemendum og gefa þeim tækifæri til að stí­ga á svið og tjá sig með leiklist, upplestri eða söng. Það gengur á ýmsu meðan á æfingum stendur og það reynir á, en að sýningu lokinni eru nemendur yfirleitt stoltir og reynslunni rí­kari. Sterk sjálfsmynd og góð félagsfærni stuðlar að bættu skólastarfi, námsárangri og betri lí­ðan barna/nemenda. Það er fleira nám en bóknám. Við erum í­ samstarfi við Tónlistarskóla Húsaví­kur og höfum notið liðsinnis Ástu Magnúsdóttur og Reynis Gunnarssonar við undirbúning þessa verks. Þá höfum við enn á ný fengið að njóta krafta meðlima hljómsveitarinnar Legó, þeirra Sigga, Haffa og Tryggva, sem spila undir á sýningunni ásamt, Önku og þeim Ástu og Reyni. Heilmikil vinna liggur á bak við verk sem þetta og það eru flott börn og ungmenni sem þarna stí­ga á svið. Ég vil þakka öllum sem hafa komið að þessari vinnu á einn eða annan hátt; m.a. nemendum, starfsfólki, foreldrum og velunnurum. Það sýndi sig svo sannarlega að við eigum hæfileikafólk á hverju strái í­ undirbúningi verksins og er það ekkert sjálfgefið. Guðrún Sigrí­ður Kristjánsdóttir skólastjóri, Öxarfjarðarskóla.

Rugludagur í­ dag 26. mars

Rugludagur Í dag var rugludagur í­ skólanum, fram að morgunmat. Þá ruglast allt hjá okkur, bæði í­ leikskóladeild og grunnskóladeild. Starfsfólk skiptir um hlutverk sem og nemendur, þau stærri fara gjarnan inn á leikskóla og þau yngstu koma inn í­ grunnskólann og læra þar. Þetta var gert í­ fyrra fyrir alla og tókst svo skemmtilega að okkur langaði að prófa aftur

Að lokinni árshátí­ð sem tókst glimrandi vel. Til hamingju öllsömul!

Og árshátí­ðin okkar tókst svona skí­nandi vel, enn og aftur, enda ekki við öðru að búast þegar allt þetta hæfileikafólk tekur höndum saman og vinnur að því­ markmiði að búa til góða sýningu; nemendur, starfsfólk, foreldrar, afar og velunnendur m.a. kennarar tónlistarskólans. Til hamingju öllsömul! Hvort önnur sýning verður eftir páska á Bugsie Malone er ekki að fullu ákveðið. Kv,GSK

Leikæfingar - myndir

Leikæfingar eru nú á lokametrunum fyrir árshátí­ð skólans á sunnudaginn. Eins og flestir vita stóð til að árshátí­ðin yrði í­ kvöld föstudag en vegna veikinda varð að aflýsa þeirri sýningu.

Meira um Stóru Upplestrarkeppnina 2015

Það var frí­ður hópur ungmenna sem steig á svið, í­ Safnahúsinu á Húsaví­k í­ gær, og las fjölbreyttan texta svo unun var á að hlusta. Í fyrsta sæti var Jóní­na Freyja Jónsdóttir, Öxarfjarðarskóla, í­ öðru sæti Elfa Mjöll Jónsdóttir, Borgarhólsskóla og í­ því­ þriðja, Brynjar Már Halldórsson, Reykjahlí­ðarskóla. Við óskum þeim öllum til hamingju. GSK

Öxarfjarðarskóli hreppti fyrsta sætið á Stóru upplestrarkeppninni á Húsaví­k í­ dag fimmtudaginn 19. mars.

Í dag 19. mars var stóra upplestrarkeppnin haldin á Húsaví­k og fyrir hönd Öxarfjarðarskóla fóru þau Jón Alexander Arthúrsson og Jóní­na Freyja Jónsdóttir og stóðu sig vel. Það fór svo að Jóní­na Freyja Jónsdóttir hreppti fyrsta sætið í­ keppninni. Jóní­na flutti hluta kvæðisins, Sveinn Dúfa eftir Runeberg. Þetta er þriðja árið í­ röð sem við löndum fyrsta sætinu og erum stolt af. Þetta er í­ fyrsta skipti sem nemendur Öxarfjarðarskóla keppa á Húsaví­k en vegna fæðar sjöundubekkinga austan Húsaví­kur var ekki hægt að halda hana á Raufarhöfn eins og undanfarin ár. Undankeppni var haldin í­ skólanum þar sem sjöundi bekkur allur, Jón Alexander, Jóní­na Freyja, Kristinn Aron og Sindri Þór, stóðu sig öll vel. Það er heilmikil vinna fyrir nemendur að búa sig undir svona keppni. Smellið á Lesa meira fyrir hlekk á myndir frá keppninni. Kv,GSK

Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla sunnudaginn 22. mars kl. 14:00 með söngleikinn Bugsy Malone

Sunnudaginn 22. mars, kl 14:00, í­ Skúlagarði, stí­gur stoltur hópur nemenda á svið með eitt stórt sameiginlegt verkefni, Bugsy Malone eftir Alan Parker og er það Hrund Ásgeirsdóttir sem leikstýrir verkinu. Allir nemendur grunnskólans taka þátt í­ þessu verkefni ásamt elstu nemendum leikskólans. Í hléi verður foreldrafélagið með kaffihlaðborð og kostar það kr. 1.000. Við hvetjum fólk til að koma með börnin á þessa sýningu sem er á góðum tí­ma fyrir barnafjölskyldur. Inn á sýninguna kostar kr. 2.000 fyrir fullorðna, kr. 1.000 fyrir börn á grunnskólaaldri. í“keypis verður fyrir börn á leikskólaaldri.