Fréttir

Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla föstudaginn 23. nóvember, í­ Skúlagarði kl 18:30 The Annual Celebration of Öxarfjarðarskóli is on Friday the 23rd of November, in Skúlagarður 6.30 pm.

Leikæfingar og undirbúningur eru á fullu, nánar um það sí­ðar. Practices and preparation for the play are on going, more on that later.

Litlu jólin miðvikudaginn 20. desember We will dance around the christmas tree from 14:00 and have a good time to 16:30. Everyone, parents and grandparents, are welcome to join us from 14:00 a.m.

Litlu jólin verða miðvikudaginn 20. desember og lýkur skóla þann daginn kl. 16:30. Þann dag verður pakkapúkk, lesin sundur jólakort, borðaður hátí­ðamatur að hætti Huldu og Guðnýjar.Dansað kringum jólatré. Leik- og grunnskóli sameinast við borðhald og dans kringum jólatré. Foreldrar og aðstandendur eru velkomin á jólaballið sem hefst um kl. 14:00. Boðið verður upp á hressingu, kaffi og með því­.

Jólaföndur 5. desember kl 12:30 í­ Lundi- 14:40 Crafting for Christmas the 5. of Desember kl 12:30 - 14:40

Parents and grandparents, you are welcome to join us. Boðið er upp á jólaföndur í­ Öxarfjarðarskóla kl 12:30-14:40. Við hvetjum mömmur, pabba, ömmur, afa og aðra sem hafa áhuga á að koma og föndra með bönunum að koma og eiga góða stund með okkur. Heitt verður á könnunni.

Foreldrafundur þriðjudaginn 13. nóvember kl 19:30 Parentsmeeting on Tuesday the 13. of November.

Við minnum á foreldrafundinn sem verður þriðjudaginn 13. nóvember kl 19:30, í­ Lundi. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Kaffi, te og piparkökur í­ boði.

Baráttudagur gegn einelti

Í dag 9. nóvember vöktum við athygli á baráttu gegn einelti. Baráttudagur gegn einelti var í­ gær 8. nóvember, en þar sem skólaferðalag 1. - 6. bekkja var þann dag notuðum við daginn í­ dag með forvarnir gegn einelti í­ huga. Anka flutti það sem ég vil kalla hugvekju. Hún vakti okkur til umhugsunar með smápistli með hjálp „Jóa“ sem hafði ekki átt sjö dagana sæla. Christoph var tilbúinn með skemmtilegt vinatré og fallega lituð lauf sem hægt var að skrifa á fallegar og uppörvandi vinakveðjur á og festa á tréð. Ég hvet foreldra til þess að skoða þetta vinatré vel á foreldrafundi þann 13. nóvember, því­ strax í­ dag var tréð farið að blómstra, því­ áfram var unnið með efnið í­ skólastofunum 😊.

Skólaferðalag 1. - 6. bekkja, fimmtudaginn 8. nóvember

Skólaferðalag 1. - 6. bekkja tókst vel og börnin til fyrirmyndar hvar sem þau komu. Við vorum heppin með veður og dagskrá góð. Einstaklega vel var tekið á móti hópnum á Landkönnuðarsafninu af safnstjóra Örlygi Hnefli Örlygssyni. Við mælum með því­ að skólarnir láti þessa sýningu ekki fara fram hjá sér. Safnið var opnað fyrir hópinn og safnstjóri fylgdi hópnum eftir af áhuga og nemendur nutu sí­n. Geim¬far¬inn Owen Garriott hefur heim¬sótt Land¬könn¬uðar- safnið á Húsa¬ví­k og markað fót¬spor sí­n í­ stein¬steypu þar. Því­ næst brá hópurinn sér á Akureyri og í­ pí­tsu á Bryggjunni, þaðan var farið á var haldið í­ skautahöllina á skauta og að lokum var farið í­ kvikmyndahús. Góður dagur 😊