Fréttir

Rjúpur

Þessar rjúpur voru í rólegheitum á vappi við íþróttahúsið og skólann í gær, þrátt fyrir dapurleg örlög systur þeirra í síðustu viku á sömu slóðum. Þær kipptu sér ekkert upp við það þótt undirritaður snerist í kringum þær með myndavél á lofti. Þær röltu í rólegheitum á undan og flögruðu nokkra metra þegar fjarlægð milli ljósmyndara og þeirra var orðin innan við tveir metrar.

Myndir af rjúpunum eru í myndasafninu undir fálki á Kópaskeri

Fálki á Kópaskeri

Rétt fyrir hádegið veiddi fálki rjúpu suðvestan við skólahúsið. Hann var mjög spakur og sat og gæddi sér á rjúpunni þó fólk væri á stjá í kringum hann með myndavélar á lofti. Myndinni hér til hliðar náði Hafþór Ingi af fálkanum þegar hann hóf sig til flugs eftir hádegisverðinn.

Fleiri myndir af fálkanum koma inn á myndasíðuna seinna í dag.

Myndir frá skólaferðalagi

Þá er skólaferðalagi yngri bekkja lokið. Allir stóðu sig eins og hetjur þrátt fyrir frekar almenna sjóveiki. Myndir eru komnar á myndasíðuna.

Skólaferðalag 1.-6. bekkja

Ákveðið hefur verið að flýta skólaferðalagi 1.-6. bekkinga. Farið verður á morgun, þriðjudaginn 19. september.

Tröllasögur miðdeildar

Tröllasögurnar eru komnar á netið.

Ný heimasí­ða

Nú hefur Öxarfjarðarskóli tekið í notkun nýja heimasíðu og jafnframt verður hætt að uppfæra síðuna á skólatorginu. Síðan er enn í vinnslu og eru allar ábendingar um það sem betur mætti fara því vel þegnar.