Fréttir

Litlu jólin í­ Öxarfjarðarskóla

Litlu jólin voru í­ dag, mánudaginn 21. desember. Pakkapúkkið var á sí­num stað og lesin sundur jólakort í­ grunnskóladeild. Allir fengu hátí­ðarmat og dansað var í­ kringum jólatré af þeim yngri undir gí­tarspili Jónasar Þórs sem keyrði áfram sönginn. Jólamálsverður var hólfaskiptur. Stigin fjögur borðuðu hátí­ðamat, sem þær Hulda og Fljóða reiddu fram, hvert fyrir sig. Gluggagægir kom öllum að óvörum þegar hann gægðist á gluggann hjá nemendum og skildi eftir mandarí­nur. Leikskóladeildin á Kópaskeri fékk hátí­ðamat úr Stóru Mörk, þær systur Anna Lára og Alda framreiddu hátí­ðamat fyrir nemendur og starfsfólk á Kópaskersdeild. Veikindi settu svip sinn á daginn þar, því­ börnin voru fá. Það vakti mikla kátí­nu að Gluggagægir skyldi gefa sér tí­ma til að kí­kja á gluggann hjá þeim, og einnig þar skildi hann eftir mandarí­nur. Hann er fljótur í­ förum þessi Gluggagægir Jólabragur var samt á öllum stigum þrátt fyrir að skipulag sé svolí­tið öðruví­si vegna aðstæðna. Grunnskólanemendur voru í­ umsjá umsjónarkennara þennan dag. Kennsla hefst aftur þann 5. janúar á hefðbundnum tí­ma, samkvæmt stundaskrá. The school will start again on the 5th of January 2021 in normal hours.

Jólaföndur

Föndurdagur þann 7. desember Ýmislegt var gert þennan dag. Dagur sem tókst vel. Starfsfólk og nemendur Grunnskóla Raufarhafnar voru með okkur þennan dag. Verkefnið var hólfaskipt vegna COVID. Það voru hnýttar jólastjörnur af fingrafimum höndum, skemmtilegt verkefni undir handleiðslu Jennýar og Önku og fallegir munir litu þar ljós. Laserprentarinn er loks kominn í­ hús eftir langa bið og börnin hönnuðu og forrituðu muni undir leiðsögn Kidda. Hrund og Olga komu sterkar inn í­ þetta verkefni með nemendum. Munirnir eru sí­ðan eru prentaðir út, m.a. jólagjafir. Spennandi! Góð og gild gamaldags kort urðu til sem send verða til ýmissa mótakenda sem eflaust verða glaðir að fá handskrifaðar jólakveðjur. Nemendur skrifuðu fallegar jólakveðjur á póstkort. Samtals sendu þeir kort til 6 landa: Þýskalands, Sví­þjóðar, Slóvakí­u, Danmerkur, Spánar og auðvitað Íslands. Hlýlegt og gefandi verkefni leitt af Christoph og Vigdí­si. Einnig voru unnir skemmtilegir jólasveinar undir leiðsögn Jónasar og Connýar. Á Kópaskeri hafa verið föndraðir ýmsir skemmtilegir munir af nemendum og starfsfólki.

Leikskólabörnin og jólatréð á Kópaskeri

Í gær, 1. desember, voru tendruð ljós á jólatrénu á Kópaskeri að viðstöddum leikskólabörnunum, starfsfólki og þeim foreldrum sem höfðu tök á að vera með. Það var þó nokkuð rok en börnin létu það ekki á sig fá og glöddust við tréð.

Kveikt á jólatré í­ Lundi

Í morgun, 1. desember, var kveikt á jólatrénu við skólann í­ Lundi. Allir nemendur grunnskólans ásamt elstu leikskólabörnunum komu saman við það tilefni og sungu nokkur jólalög. Smellið á lesa meira til að sjá mynd sem tekin var í­ morgun.

Ekkert sí­masamband í­ Lundi

Uppfært 29/9 kl 12:50 Búið er að gera við bilunina og því­ aftur hægt að ná sí­masambandi við skólann. Vegna bilunar er ekki hægt að ná í­ nein fastlí­nunúmer skólans í­ Lundi. Ef nauðsyn er að ná sambandi bendum við á GSM númer viðkomandi starfsmanna.

íštskrift 10. bekkinga, miðvikudagskvöldið 13. maí­

Í ljósi þess að þetta er fámennur skóli og nemendur ekki margir gátum við boðið foreldrum að taka þátt. Við gátum gert hátí­ðlegan með foreldrum, nemendum og kennurum og skólastjórnendum og haft reglur almannavarna í­ heiðri. Með því­ að hafa nóg rými var hægt að tryggja það. Við vorum með myndasýningu sem spannaði tí­mabil nemenda frá unga aldri til þessa tí­ma. Nemendur fengu blómstrandi sumarblóm í­ fallegum glerpottum og í­ stað knúsa og kossa fengu þeir kort vel merkt knúsi og kossum og svo myndir af sér ungum og krúttlegum. Nemendur töluðu til kennara og kennnarar til nemenda. Notaleg stund. Við tók nú atvinnuþema 5.-10. bekkja, dagana 14., 15. og 18. maí­. Í dag 18. maí­ lýkur atvinnuþema og sumarleyfi tekur við. Njótið ykkar vel í­ sumar en farið varlega. Í dag, 18. maí­ lýkur atvinnuþema. Þrátt fyrir þennan faraldur sem litar samfélagið, komust allir nemendur að í­ atvinnuþema. Flestir fóru í­ sauðburð. Leikskóladeildin á Kópaskeri tók að sér nema Báðar verslanir, Ásbyrgi og Skerjakolla, tóku að sér skjólstæðinga og Silfurstjarnan einnig.

í“hefðbundin skólaslit 13. maí­, tókust prýðilega

í“hefðbundin skólaslit Öxarfjarðarskóla, og útskrift 10. bekkinga, í­ ljósi COVID-19, tókust með miklum ágætum. Eftir hádegi, kl 13:00, tók við dagskrá sem nemendur ásamt kennurum höfðu undirbúið. Yngsta stigið var með söng og flutti ljóð, miðstig hafði undirbúið og gert stórskemmtileg myndbönd í­ stop motion. Unglingastigið var með stórskemmtilega framsögu þar sem nemendur þökkuðu fyrir sig og gerðu góðlátlegt grí­n að kennurum. Smí­ðakennarinn okka var til taks með gí­tarinn og við sumgum við undirleik hans. Einn nemandi leikskóladeildarinnar í­ Lundi var útskrifaður með pomp og prakt. Sí­ðar þennan dag var svo útskrift 10. bekkinga.

Umhverfisdagur mánudaginn 11. maí­ í­ Öxarfjarðarskóla

Mánudaginn 11. maí­, fóru nemendur og kennarar, Öxarfjarðarskóla og hreinsuðu umhverfi skólans og meðfram þjóðvegi, frá Jökulsá að brúnni á Klifshaga. Að því­ loknu fengu nemendur og starfsfólk kleinur og safa hjá Huldu Hörn. Einnig var umhverfisfræðsla í­ skólanum og minnt á mikilvægi þess að maðurinn hugi að umhverfinu sí­nu.

Öxarfjarðarskóli og Stóra upplestrarkeppnin 2020 í­ gær 6. mars

Keppnin var haldin í­ gær 6. mars, í­ Safnahúsinu á Húsaví­k. -Í fyrstu umferð voru lesnar svipmyndir úr skáldsögunni Stormsker eftir Birki Blæ Ingólfsson. Í annarri umferð lásu þátttakendur eitt ljóð eftir Jón Jónsson úr Vör. En í­ þriðju og sí­ðustu umferð fengu lesarar val um hvaða ljóð þeir vildu flytja.Tí­u ungmenni tóku þátt í­ keppninni og öll fluttu mál sitt vel. Okkar fulltrúi, Sigurður Kári Jónsson flutti ljóðið, Til eru fræ, eftir Daví­ð Stefánsson frá Fagraskógi Sigurður Kári stóð sig með miklum sóma, flutti sitt mál vel og náði verðlaunasæti, 3. sæti. -Á myndinni má sjá verðlaunahafann, Sigurð Kára, með foreldrum sí­num, Jóni Ármanni og Hildi. -Hjartanlegar hamingjuóskir frá okkur öllum, Sigurður Kári 😊 Upplestrarkeppnin er ekki "keppni" í­ neinum venjulegum skilningi heldur þróunarverkefni. Höfuðáherslan er lögð á bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af. -Keppnin er haldin að frumkvæði áhugafólks um í­slenskt mál í­ samvinnu við skólaskrifstofur, skóla og kennara. Þátttaka í­ upplestrarkeppninni stendur öllum 7. bekkjum landsins til boða. Kærar kveðjur, Guðrún S. K. og Anka.

Jón Emil Christopsson vann tilverðlauna í­ teiknimyndasamkeppni Mjólkursölunnar

Við erum ákaflega stolt af vinningshafanum okkar honum Jóni Emil Christophssyni og óskum honum innilega til hamingju með að eiga eina af vinningsmyndum í­ teiknisamkeppni 4. bekkinga veturinn 2019-2020 og er honum þökkuð þátttaka af hálfu Mjólkursamsölunnar. Jón Emil er einn þeirra 10 nemenda sem hlaut viðurkenningu í­ ár, og er myndin hans var í­ hópi þeirra rúmlega 1.500 mynda sem bárust í­ keppnina og mun námshópurinn hans njóta góðs af verðlaunafénu og gera sér glaðan dag. Hér, í­ fréttinni, sjáum við fallegu myndina hans. Hjartanlegar hamingjuóskir frá okkur öllum, Jón Emil 😊 Kærar kveðjur, Guðrún og Anka.