Fréttir

Nemendur á leið á Nótuna

Um nýliðna helgi var uppskeruhátí­ð Tónlistarskóla Húsaví­kur. Við áttum þar nokkra fulltrúa úr nemendahópi Öxarfjarðarskóla. Þrí­r nemendur fengu þar viðurkenningu og voru jafnframt valinn til þátttöku í­ Nótunni.

Þemavika

Næsta vika, 18. til 22. febrúar verða þemadagar í­ skólanum. Hefðbundin kennsla verður þá brotin upp og unnin önnur verkefni. Inntak þemadagana að þessu sinni er einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár, heilbrigði og velferð. Undir þennan grunnþátt falla ýmsir þættir sem unnið verður með s.s. jákvæð sjálfsmynd, hreyfing, næring, hví­ld, andleg vellí­ðan o.fl. Allir grunnskólanemendur munu verða í­ verkefnum tengdum þessum þáttum en í­þrótta- og verklegir tí­mar munu að mestu halda sér.