Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin 27. mars og 1. sæti til Öxarfjarðarskóla

Í gær 27. mars var Stóra upplestrarkeppnin haldin í­ Hnitbjörgum á Raufarhöfn og tóku 12 nemendur, 7. bekkja, þátt úr fjórum skólum; Grunnskólanum á Þórshöfn, Grunnskólanum á Bakkafirði, Grunnskóla Vopnafjarðar og Öxarfjarðarskóla.

Stóra upplestrarkeppnin á Raufarhöfn, fimmtudaginn 27. mars kl. 14:00 í­ félagsheimilinu Hnitbjörgum

Kæru foreldrar/forráðamenn Stóra upplestrarkeppnin verður á morgun fimmtudaginn 27, mars. Þátttakendur frá Öxarfjarðarskóla verða fjórir þ.e. 7. bekkur allur; Alma Lind, Bartey Unnur, Erna Rún og Hilmir Smári. Hefð hefur verið fyrir því­ að 6. bekkur fari með og sjái um leið hvernig keppnin fer fram, þau taka jú þátt í­ keppninni næsta ár. Eins stendur til að fara með tónlistaratriði frá Öxarfjarðarskóla og ætla þau Lisa Mc Master og Reynir að halda utan um þau og eru þau að hugsa um marimbahópinn (6.-7.bekk) og hljómsveitina okkar. Við förum á einkabí­lum og verða það Hrund, Fljóða, Gulla og undirrituð sem munu sjá um akstur. Hafið endilega samband ef einhverjar spurningar vakna eða þið hafið eitthvað við þetta að athuga. Vonandi sjá einhverjir foreldrar sér tækifæri til að koma á þessa hátí­ð. Það er ekki lí­til ögrun og sigur fyrir nemendur að takast á við verkefni af þessu tagi, að flytja bundið mál, sögur og tónlist á sviði, og erum við ákaflega stolt af þeim öllum. Kærar kveðjur, Guðrún S. K. 4652246

Skólahald fellur einnig niður í­ dag, föstudaginn 21. mars, vegna ófærðar og veðurs.

Kæru foreldrar/forráðamenn. Skóli fellur einnig niður í­ dag, föstudaginn 21. mars vegna veðurs og ófærðar. sms, sem Kiddi sendir í­ gegnum Mentor kerfið, ætti að hafa skilað sér til ykkar. Kær kveðja, Guðrún S. K

Mentor kerfið og sms ef afboða þarf skóla vegna veðurs

Öxarfjarðarskóli er þessa dagana að taka Mentor kerfið aftur í­ gagnið. Meðal nýjunga í­ kerfinu er að hægt er að senda sms með skilaboðum til bæði nemenda og aðstandenda. Við erum búin að fara yfir aðstandendur grunnskólanemenda og skrá gsm númer á a.m.k. annan aðstandanda á hverju heimili. Við greiðum fyrir hvert sent skeyti svo kerfið verður stillt þannig að eingöngu eitt skeyti verður sent á hvert heimili. Í ljósi þess að veðurspáin er slæm fyrir næstu daga viljum við benda á að ef þarf að fella niður skóla vegna veðurs munum við senda út boð með sms úr Mentor. Þar sem Mentor kerfið er einungis hugsað fyrir grunnskóla er ekki hægt að senda sms á þau heimili sem eingöngu eiga börn á leikskólaaldri og verður því­ áfram hringt á þau heimili. Innan skamms verða svo send út lykilorð fyrir Mentor til aðstandenda. Ef einhverjar spurningar vakna vegna þessa þá er hægt að heyra í­ Kristjáni Inga (Kidda), hann mun halda utan um sms skilaboðaherfið. Kær kveðja, Guðrún S. K.

Stóru upplestrarkeppninni frestað til fimmtudagsins 27 mars

Stóru upplestrarkeppninni, sem átti að vera á Raufarhöfn fimmtudaginn 20. mars, er frestað til fimmtudagsins 27. mars, í­ ljósi vondrar veðurspár. Þátttakendur frá Öxarfjarðarskóla verða fjórir þ.e. 7. bekkur allur. Hefð hefur verið fyrir því­ að 6. bekkur fari með og sjái um leið hvernig keppnin fer fram. Eins stendur til að fara með tónlistaratriði frá Öxarfjarðarskóla og ætla þau Lisa Mc Master og Reynir að halda utan um þau og eru þau að hugsa um marimbahópinn (6.-7.bekk) og hljómsveitina. Við förum á einkabí­lum og verða það Hrund, Fljóða, Gulla og undirrituð sem munu sjá um akstur. Hafið endilega samband ef einhverjar spurningar vakna. kv,GSK

Sund fellur niður það sem eftir er þessarar viku

Sund fellur niður í­ dag, 19. mars, vegna þess að laugin er allt of köld. Að öllum lí­kindum verður ekki heldur sund á morgun, fimmtudag. Erfitt er að halda lauginni heitri ef eitthvað er að veðri s.s. mikil ofankoma, skafrenningur, vindur og kuldi. Vatnið er að koma til okkar 4 gráðum kaldara en vanalega og hefur það sitt að segja. Þannig að vð stefnum á í­þróttahús það sem eftir er þessarar viku. kv, GSK

Leikskólabörnin fóru í­ Gljúfrastofu

Við brugðum undir okkur betri fætinum og skruppum í­ heimsókn í­ Gljúfrastofu. Þar tók Lotta á móti okkur og krakkarnir fengu að skoða og fikta . Þau skemmtu sér hið besta í­ þessu fallega og fræðandi umhverfi.