Fréttir

Foreldrafundur á morgun, fimmtudaginn 27. nóvember, og rýmingaráætlun Öxarfjarðarskóla

Kæru foreldrar/forráðamenn Foreldrafundur á morgun, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 19:30 Undirrituð hefur fengið fyrirspurn um gildi rýmingaráætlunar Öxarfjarðarskóla ef bregðast þyrfti við með stuttum fyrirvara vegna goss undir jökli með fyrirsjáanlegum afleiðingum, flóði og ösku. Þetta verður tekið til umræðu á fundinum annað kvöld og ætlar Grí­mur, slökkviliðsstjórinn okkar að mæta á fundinn annað kvöld. Boðið verður upp á kaffi og piparkökur. Kær kveðja, Guðrún S. K.

Verkfall tónlistarkennara leyst :-)

Kæru foreldrar/forráðamenn Tónlistarkennarar búnir að semja: Verkfall tónlistarkennara er leyst og við reiknum með þeim til starfa á morgun miðvikudaginn 26. nóvember. Svo það er um að gera að hafa hljóðfærin og nóturnar með í­ skólann á morgun. Kær kveðja, Guðrún S. K.

Ályktun í­ tengslum við kjarabaráttu tónlistarkennara

Á starfsmannafundi Öxarfjarðarskóla þann 3. nóvember 2014 var eftirfarandi ályktun bókuð: Starfsmenn Öxarfjarðarskóla lýsa yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu félags tónlistarkennara FT og skora á stjórnvöld að ganga þegar í­ stað til samninga við tónlistarkennara. Það er ólí­ðandi að þeir sitji ekki við sama borð og aðrir félagsmenn innan KÍ sem hafa nú þegar fengið launaleiðréttingu.

Haustgleði Öxarfjarðarskóla fimmtudaginn 6. nóvember

Okkar árlegu haustgleði er næstkomandi fimmtudag þann 6. nóvember næstkomandi. Þar verður boðið uppá mat og skemmtiatriði. Gleðin hefst í­ Lundi klukkan 19:00. Pantanir þurfa að berast í­ sí­ðasta lagi þriðjudaginn 4. nóvember í­ sí­ma 465-2244 eða á netfangið: lundur@kopasker.is Kveðja, GSK

Ömmu- og afakaffi 10. nóvember í­ leikskóladeildum Öxarfjarðarskóla

Leikskóladeildir Öxarfjarðarskóla ætla að bjóða upp á ömmu- og afakaffi mánudaginn 10. nóvember. Ömmu- og afakaffi er kl. 14:30 í­ Lundi en kl. 15:00 á Kópaskeri. Ef afi eða amma komast ekki, eru góðir vinir eða frændfólk velkomið í­ heimsókn. Starfsfólk og nemendur leikskóladeilda hlakka til að sjá ykkur.