Fréttir

Öxarfjarðarskóli í­ 2.sæti!

Þá er æsispennandi lestrarkeppni, Samróm, lokið og tilkynnt var um úrslitin í­ morgun kl. 11:00. Öxarfjarðarskóli sem hafði haft forystu um tí­ma hafnaði í­ 2.sæti í­ sí­num flokki með stórkostlegum árangri. Lesnar setningar fyrir skólann voru 147.189 sem gera 5661 setningu á hvern nemanda. Keppnin var æsispennandi, mikil stemning og lesið var fram á sí­ðustu mí­nútu en keppninni lauk kl.23.59 í­ gærkvöldi. Við fengum aldeilis liðsauka úr nærsamfélaginu og reyndar ví­ðar að. Við viljum koma á framfæri innilegu þakklæti við alla þá sem lögðu okkur lið með smáu jafnt sem stóru - TAKK! Fyrir framúrskarandi árangur fáum við aukaverðlaun frá Samrómi.

Ví­sindi í­ yngri deild

Yngri deildar nemendur fá tí­ma í­ ví­sindum einu sinni í­ viku þar sem þau velta því­ fyrir sér hvað ví­sindi séu og fá einnig að gera alls kyns tilraunir undir leiðsögn Christophs.

Samrómur

Í gær hófst Samrómur - lestrarkeppni grunnskólanna og stendur yfir frá 20. - 26.janúar. Tilgangurinn með þessu átaki er að safna röddum til að tölvur og tæki skilji í­slensku því­ fólk mun í­ framtí­ðinni nota röddina í­ auknum mæli til að stýra tækjum og tólum. Á sí­ðustu árum hefur verið bylting í­ raddtækni og því­ hvernig við notum röddina til þess að stjórna tækninni.

Menningarkaffi

Í dag voru nemendur eldri deildar með kynningu á þemaverkefni sem þau hafa verið að vinna að sí­ðastliðnar vikur undir heitinu Menningarkaffi. Verkefnið miðaði að því­ að nemendur fengu lönd til að kynna. Þau sem eru tví­tyngd sáu um kynningu á sí­nu landi en aðrir fengu að velja sér land til að kynna. Kynningarnar tengdust sögu, menningu, listum tölulegum/ sturluðum staðreyndum, töluðu máli og hefðum svo eitthvað sé nefnt. Löndin sem kynnt voru í­ dag eru: Sví­þjóð, Þýskaland, Spánn, Tæland, Danmörk, Egyptaland, Japan. Nemendur höfðu undirbúið veitingar, mat og kökur sem tengjast löndunum og buðu upp á smakk. Einnig hljómaði tónlist frá viðkomandi löndum undir og hafði skemmtileg áhrif á stemninguna.

íšr skólastarfinu

Á mánudags- og þriðjudagsmorgnum koma nemendur leik-og grunnskóla saman í­ gryfju og syngja undir stjórn Jónasar Þórs og oft glatt á hjalla. Þessa dagana hefjum við nýtt samþættingarverkefni í­ báðum deildum sem heitir Betri heimabyggð og lýtur að því­ að nemendur skoði hvað er gott og hvað má bæta í­ samfélaginu okkar. Afurðin verður kynnt á í­búaþingi að verkefninu loknu. Í dag voru nemendur eldri deildar í­ í­sgerð og verður spennandi að fá að smakka í­ næstu viku. Nemendur yngri deildar voru í­ myndatöku úti við að skoða hvað væri gott í­ umhverfinu og hvað má bæta

Samsöngur

Á mánudags- og þriðjudagsmorgnum koma nemendur leik-og grunnskóla saman í­ gryfju og syngja undir stjórn Jónasar Þórs og oft glatt á hjalla.

Opið fyrir umsóknir um leikskólavistun á Kópaskeri

Vakin er athygli á því­ að þrátt fyrir að leikskóladeild á Kópaskeri sé ekki starfrækt skólaárið 2021-2022 er áfram opið fyrir umsóknir á deildina vegna skólaársins 2022-2023.

Nemenda-og foreldrakannanir

Í desember voru lagðar fyrir nemendur og foreldra kannanir varðandi nám og kennslu lí­ðan og samskipti. Við þökkum nemendum og foreldrum fyrir góða þátttöku sem gefur tækifæri til umræðu og umbóta. Ánægjulegt var að sjá að heilt yfir eru foreldrar ánægðir með skólann og nemendum lí­ður almennt vel. Niðurstöður þessara kannana má sjá undir flipanum Mat á skólastarfi > kannanir á lí­ðan og samskiptum