Fréttir

Vel heppnuð haustgleði

Okkar árlega haustgleði var haldin í­ gær. Við vorum áfram á þjóðlegum nótum en að þessu sinni var þemað þjóðsögur og munnmælasögur við Öxarfjörð.

Vel heppnuð haustgleði

Okkar árlega haustgleði var haldin í­ gær. Við vorum áfram á þjóðlegum nótum en að þessu sinni var þemað þjóðsögur og munnmælasögur við Öxarfjörð.

Haustgleðin okkar á morgun, 24. nóvember kl 19:00

Haustgleðin okkar, á morgun þann 24. nóvember kl 19:00. Ég minni á okkar árlegu Haustgleði sem verður á morgun, fimmtudaginn 24. nóvember kl 19:00. Að þessu sinni verða sögur, munnmæli og örnefni í­ heimabyggð í­ aðalhlutverki og munu nemendur unglingadeildar sjá um dagskrá undir handleiðslu Hrundar. Afrakstur hagyrðingakvöldsins í­ fyrra, lí­til en stórskemmtileg kvæðabók, verður til sölu á morgun, unnin af nemendum undir handleiðslu Kidda og Hrundar. Tónlistarskólinn kemur einnig að þessu með okkur og munu nemendur flytja tónlistaratriði sem þeir hafa æft með Adrian og Reyni. Skemmtileg myndverk verða á veggjum af stórbrotinni náttúru í­ kring og stuttmynd miðdeildar, unnið í­ samvinnu við Jenný og Lottu. Yfirkokkur að þessu sinni er Gulla í­ Klifshaga. Henni til aðstoðar ásamt unglingadeildinni verða þau Tryggvi og Lotta. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest 

Kannanir eru komnar á vefinn

Í október og nóvember voru lagðar fyrir kannanir til að meta lí­ðan og samskipti í­ skólanum. Kannanirnar voru þrí­þættar, foreldrakönnun var lögð fyrir foreldra sem komu í­ foreldrasamtöl, nemendakönnun var lögð fyrir nemendur á skólatí­ma og var ákveðið að fara ekki neðar en í­ þriðja bekk þar sem spurningarnar eru oft ekki auðskiljanlegar yngri nemendum. Starfsmannakönnun svöruðu starfsmenn í­ skólanum á vinnutí­ma.

Haustgleði frestast

Vegna slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta okkar árlegu haustgleði um viku. Við stefnum á að haustgleðin verði fimmtudaginn 24. nóvember.

Bleikja í­ boði Silfurstjörnunnar í­ hádegismat

Í dag, fimmtudaginn 10. október, var bleikja í­ boði Silfurstjörnunnar í­ matinn. Olga Gí­sladóttir, fyrir hönd Silfurstjörnunnar, færði okkur bleikjuna og var hún þegin með þökkum. Bleikjan rann ljúflega niður í­ hádeginu og við kunnum Silfurstjörnunni bestu þakkir fyrir.