Fréttir

Gleðileg jól!

Litlu jólin voru haldin í­ dag í­ Öxarfjarðarskóla og fóru fram með hefðbundnu sniði.

Litlu jólin þann 20. desember - Heimferð þann dag frá Lundi um kl 16:30

Litlu jólin verða með hefðbundnu sniði. Það verða lesnar jólasögur, skipst á kortum, farið í­ pakkapúkk (gott væri að pakkarnir skiluðu sér á morgun, mánudag). Í hádeginu munu þær Hulda og Laufey framreiða hátí­ðamat og allir setjast saman, í­ hátí­ðaskapi, og njóta stundarinnar. Um klukka 14:00 verður jólatrésskemmtun. Við syngjum og dönsum kringum jólatréð og aldrei að vita nema að við fáum óvænta gesti. Boðið verður upp á kaffi og smákökur. Allir velkomnir. 21. desember - Jólafrí­!! Skóli hefst aftur þann 3. Janúar á hefðbundnum tí­ma.

Sýning var á hand- og myndverkum nemenda

Sýning var á hand- og myndverkum nemenda á undan Tónleikunum 13. desember. Sannkölluð listahátí­ð það kvöld.

Að kvöldi, þann 13. desember, voru jólatónleikar Tónlistarskólans í­ Öxarfjarðarskóla.

Jólatónleikar Tónlistarskólans voru haldnir þann 13. desember og tókust feikna vel. Margir sigrar unnir og það er meira en að segja það að standa á sviði og skila af sér jafn góðum flutningi og nemendur Tónlistarskólans gerðu þetta kvöld.

Lúsí­uhátí­ð að morgni, þann 13. desember.

Þann 13. desember fluttu nokkrir nemendur okkur nokkur lög að sænskum sið, undir stjórn Ann-Charlotte. Í mörg ár hafa verið sænskir nemendur og starfsfólk í­ Öxarfjarðarskóla. Nemendur enduðu á að syngja jólasálminn Heims um ból á þrem tungumálum, í­slensku, þýsku , ensku og sænsku, enda bæði nemendur og starfsfólk í­ skólanum sem tala þessi tungumál.

Föndurdagur 7. desember

Jólaföndur 7. desember Þann 7. desember var föndurdagur í­ Öxarfjarðarskóla og ýmislegt föndrað. Foreldrar gáfu sér tí­ma í­ dagsins önn til að vera með okkur og föndra með börnum sí­num. Ánægjulegur dagur.

Föndurdagur 7. desember

Jólaföndur 7. desember Þann 7. desember var föndurdagur í­ Öxarfjarðarskóla og ýmislegt föndrað. Foreldrar gáfu sér tí­ma í­ dagsins önn til að vera með okkur og föndra með börnum sí­num. Ánægjulegur dagur.

Föndurdagur 7. desember

Jólaföndur 7. desember Þann 7. desember var föndurdagur í­ Öxarfjarðarskóla og ýmislegt föndrað. Foreldrar gáfu sér tí­ma í­ dagsins önn til að vera með okkur og föndra með börnum sí­num. Ánægjulegur dagur.

Tónleikar, myndlist og handverk þriðjudaginn 13. desember, húsið opnar kl.18:00.

Tónleikar nemenda Tónlistarskólans verða þriðjudaginn 13. desember í­ Öxarfjarðarskóla kl 18:30. Jafnframt verður sýning á hand- og myndverkum nemenda upp um alla veggi. Leikskólinn verður með sýningu á ganginum framan við leikskóladeild. Húsið opnar kl 18:00 og við hvetjum alla til þess að gefa sér tí­ma til að skoða þessi fallegu verk nemenda. Kærar kveðjur, Guðrún S. K.