Fréttir

Enginn titill

Tápmiklir strákar úr Öxarfirði á Meistaramóti Íslands í­ frjálsum 15-22 ára

Ömmu- og afa-, frænku- og frænda- og foreldrakaffi í­ Leikskóladeild Öxarfjarðarskóla, Lundi.

Kæru foreldrar/forráðamenn Þriðdaginn 21. febrúar 2017 var boðað til ömmu- og afa-, frænku- og frænda- og foreldrakaffi í­ Leikskóladeild Öxarfjarðarskóla, Lundi. Börnin tóku á móti gestum og leiddu þá að glæsilegri myndlistarsýningu leikskólabarna. Sí­ðan var boðið upp á söngtónleika sem leikskólabörnin héldu, flutt var 8 lög. Gestirnir fengu kaffi og góðar veitingar sem matráðarnir okkar, Hulda Hörn og Laufey Halla, sáu um. Glatt var á hjalla, spjallað og hlegið. Gestir voru 28, þar af 5 sem komu frá Húsaví­k. Þetta var ánægju- og gleðistund. Kærar þakkir til ykkar allra! Bestu kveðjur frá starfsfólki leikskóladeildar Öxarfjarðarskóla, Lundi.

Uppbrotsvika í­ Öxarfjarðarskóla í­ febrúar 2017

Það er mikilvægt að brjóta upp á skólastarf öðru hverju. Þessa viku, vikuna 13.-17. febrúar var lögð áhersla á verklega þætti og hreyfingu. Nemendum var skipt í­ hópa þvert á aldur við hluta verkefna.

Þemavika 13.-17 fébrúar

Næsta vika 13.-17. febrúar er þemavika/uppbrotsvika Þessa viku verður lögð áhersla á verklega þætti og hreyfingu. Það verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá; Christoph verður með ví­sindasmiðju, Kiddi verður með tæknismiðju. Saman ætla þeir félagar, Kiddi og Cristoph, að fara á fjöll með unglingadeildina og í­ þetta skiptið er stefnan tekin á Sauðafell ofan við Fjöll í­ Kelduhverfi. Foreldrar fá bréf sent varðandi klæðnað og búnað. Lotta og Vigdí­s verða með leirbrennslu. Jenny og Anka ætla að vinna með nemendum endurvinnslulistaverk, spennandi :-), því­ margt fellur til. Conný, Reynir og Magnea Dröfn bjóða upp á heilsurækt. Unglingadeild er boðið upp á lí­kamsgreiningar, heilsuræktar upplýsingar og styrktarpróf . Magnea Dröfn býður upp á dans fyrir þau yngri og Trausti kemur með taekwondo, fyrir alla aldurshópa frá Húsaví­k.

Bleikja í­ matinn á fimmtudaginn var, þann 9. febrúar

Á fimmtudaginn var, þann 9. febrúar færði Olga okkur bleikju í­ matinn frá silfurstjörnunni og voru henni gerð góð skil, enda mesta góðgæti. Það er ómetanlegt að fá svona stuðning frá fyrirtækjum og samtökum í­ samfélaginu. Við kunnum Silfurstörnunni bestu þakkir fyrir.