Fréttir

íštskrift 10. bekkinga, miðvikudagskvöldið 13. maí­

Í ljósi þess að þetta er fámennur skóli og nemendur ekki margir gátum við boðið foreldrum að taka þátt. Við gátum gert hátí­ðlegan með foreldrum, nemendum og kennurum og skólastjórnendum og haft reglur almannavarna í­ heiðri. Með því­ að hafa nóg rými var hægt að tryggja það. Við vorum með myndasýningu sem spannaði tí­mabil nemenda frá unga aldri til þessa tí­ma. Nemendur fengu blómstrandi sumarblóm í­ fallegum glerpottum og í­ stað knúsa og kossa fengu þeir kort vel merkt knúsi og kossum og svo myndir af sér ungum og krúttlegum. Nemendur töluðu til kennara og kennnarar til nemenda. Notaleg stund. Við tók nú atvinnuþema 5.-10. bekkja, dagana 14., 15. og 18. maí­. Í dag 18. maí­ lýkur atvinnuþema og sumarleyfi tekur við. Njótið ykkar vel í­ sumar en farið varlega. Í dag, 18. maí­ lýkur atvinnuþema. Þrátt fyrir þennan faraldur sem litar samfélagið, komust allir nemendur að í­ atvinnuþema. Flestir fóru í­ sauðburð. Leikskóladeildin á Kópaskeri tók að sér nema Báðar verslanir, Ásbyrgi og Skerjakolla, tóku að sér skjólstæðinga og Silfurstjarnan einnig.

í“hefðbundin skólaslit 13. maí­, tókust prýðilega

í“hefðbundin skólaslit Öxarfjarðarskóla, og útskrift 10. bekkinga, í­ ljósi COVID-19, tókust með miklum ágætum. Eftir hádegi, kl 13:00, tók við dagskrá sem nemendur ásamt kennurum höfðu undirbúið. Yngsta stigið var með söng og flutti ljóð, miðstig hafði undirbúið og gert stórskemmtileg myndbönd í­ stop motion. Unglingastigið var með stórskemmtilega framsögu þar sem nemendur þökkuðu fyrir sig og gerðu góðlátlegt grí­n að kennurum. Smí­ðakennarinn okka var til taks með gí­tarinn og við sumgum við undirleik hans. Einn nemandi leikskóladeildarinnar í­ Lundi var útskrifaður með pomp og prakt. Sí­ðar þennan dag var svo útskrift 10. bekkinga.

Umhverfisdagur mánudaginn 11. maí­ í­ Öxarfjarðarskóla

Mánudaginn 11. maí­, fóru nemendur og kennarar, Öxarfjarðarskóla og hreinsuðu umhverfi skólans og meðfram þjóðvegi, frá Jökulsá að brúnni á Klifshaga. Að því­ loknu fengu nemendur og starfsfólk kleinur og safa hjá Huldu Hörn. Einnig var umhverfisfræðsla í­ skólanum og minnt á mikilvægi þess að maðurinn hugi að umhverfinu sí­nu.