Fréttir

Vorfagnaður 15. mars kl 19:00

Vorfagnaður Öxarfjarðarskóla verður haldin 15. mars kl 19:00. Í boði verður þriggja rétta máltí­ð og skemmtiatriði. Jafnframt verður afrakstur þemaviku kynntur.Pantanir berist í­ sí­ma 465-2244 eða á netfangið lundur@kopasker.is. Að þessu sinni var ákveðið að tengja við 90 ára afmæli Slysavarnafélagsins Landsbjargar - Verð: Fullorðnir 2.500, börn 6-16 ára 1.500. Böörn yngri en 6 ára, frí­tt. Ekki verður hægt að taka við kortum.

Þemavika 2018 og Vorfagnaður Öxarfjarðarskóla 15. mars kl 19:00

Nú er þemaviku 2018 lokið, og ég ætla að stikla lauslega yfir hana: Vélarmar: Þá er þemaviku formlega lokið þó hluti hennar teygi sig inn í­ Vorfagnað skólans, einkum það sem snýr að Björgunarsveitarþema. Eins á ég von á að hluti uppskeru, eins og t.d. vélarmar sem ganga fyrir vökva, verði til sýnis á vorfagnaði. Mikil vinna og undirbúningur liggur á bak við þetta verk en tí­u armar eru að verða til, þessu er ekki lokið. Héldu þeir Jónas, Christoph, Anka og Kiddi utan um þetta verkefni sem var hugsmí­ði Christophs. Gengið á fjöll: Kiddi og Christoph fóru með unglingastigið á fjöll. Að þessu sinni var gengið á Snartarstaðanúp. Allur hópurinn fór á toppinn og að auki fundu þau í­shelli sem allir komust inn í­. Spennandi! Miðstig og Yngsta stig í­ björgunarsveitarkynningu: Kiddi kom með kynningu á börgunarsveitarstarfi inn á miðstig og yngsta stig. Yngsta stigið fékk að auki að prófa sigbúnað o.fl. Mikil gleði var hjá hópnum. Borðskraut, skartgripir, myndasögur, myndverk ,myndbönd o.fl.: Eins hefur orðið til borðskraut fyrir Vorfagnað skólans með logo björgunarsveita hjá nemendum, skartgripir, myndbönd hafa verið unnin og klippt með Vorfagnað í­ huga, myndasögur og myndverk hafa orðið til. Það má segja að unnið hafi verið með ritun með aðstoð tækninnar og einnig á hefðbundinn hátt. Þær Marí­a, Vigdí­s, Conny, Kristí­n í“sk og Anka héldu utan um þessi verkefni með nemendum. Unglingastigið stóð sig afar vel við að skapa og taka upp efni sem verður svo sýnt á Vorfagnaði. Það var ekki hjá því­ komist að æfingar fyrir Stóru upplestrarkeppninna, sem fór fram í­ gær, lituðu vikuna en við uppskárum lí­ka vel. Fjörug og fjölskrúðug í­þróttakeppni var haldin og tóku allir þátt, nemenduur og starfsfólk. Skemmtileg nýbreytni sem mætti endurtaka öllum til ánægju. Mig langar til að þakka starfsfólki öllu og nemendum fyrir óeigingjarnt starf í­ þágu þemaviku. Þetta hefur verið annasöm vika en skemmtileg og eftirminnileg. Kær kveðja, Guðrún S. K.

Stóra upplestrarkeppnin í­ dag, fimmtudaginn 8. mars

Í dag fimmtudaginn 8. mars var haldin upplestrarhátí­ð á Raufarhöfn og hlaut Öxarfjarðarskóli fyrsta sætið. Ingibjörg Einarsdóttir, einn af frumkvöðlum Stóru upplestrarkeppninnar og fulltrúi radda, var að koma í­ 18. sinn til Raufarhafnar til þess m.a. að hvetja til lesturs. Það eru sjöundu bekkingar sem taka þátt í­ þessari keppni. Hátí­ðin var haldin í­ Hnitbjörgum á Raufarhöfn og var vel sótt. Í hléi voru glæsilegar veitingar á vegum Kvenfélagsins á staðnum. Þátttakendur voru fjórir talsins og komu frá Öxarfjarðarskóla, Grunnskólanum á Raufarhöfn og Grunnskólanum á Þórshöfn. Þetta var glæsilegur hópur sem stóð sig vel. Það er sigur út af fyrir sig að standa á sviði og flytja texta fyrir fullan sal af fólki. Í fyrstu umferð voru fluttar svipmyndir úr sögunni Strokubörnin á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn. Í annarri umferð lásu þátttakendur eitt ljóð eftir í“laf Jóhann Sigurðsson. Í þriðju umferð lásu þátttakendur svo ljóð algerlega að eigin vali. Allir sjöundu bekkingar Öxarfjarðarskóla tóku þátt; Baldvin Einarsson og Erla Bernharðsdóttir tóku þátt í­ keppninni og stóðu sig firna vel. Nikolina Gryczewska flutti ljóð á pólsku eftir Nóbelsverðlaunahafann Wisława Szymborska, en árið 1996 fékk hún Nóbelsverðlaun m.a. fyrir þetta ljóð. Wisława Szymborska var mikill friðarsinni. Hópurinn stóð sig vel og ég er stolt af honum. Ljóðið gerist í­ skrifuðum skógi þar sem skrifað dádýr fer um og drekkur úr skrifaðri lind. Veiðimenn hafa umkringt dýrið og beina byssum sí­num að því­, en þeir hafa gleymt því­ að skáldið og penninn ráða og geta stöðvað byssukúlurnar á miðri leið. Í undirbúningi hátí­ðar tóku allir nemendur miðstigs Öxarfjarðarskóla, þátt. Fræðslufulltrúi Norðurþings, Jón Höskuldsson sem stýrði hátí­ðinni, kom ásamt sveitarstjóra, Kristjáni Þór Magnússyni sem setti hátí­ðina áður en ungmennin kynntu sig og hófu lestur. Í upphafi hátí­ðar var tónlistaratriði sem Lorena Hagio, grunnskólanum á Raufarhöfn, flutti með aðstoð tónlistarkennarans, Reynis Gunnarssonar. Það var ánægjulegt að hlusta á nemendur flytja mismunandi texta og ljóð og allir nemendur fengu rós og viðurkenningu fyrir þátttöku. það hefur eflaust verið vandasamt fyrir dómnefnd að velja í­ fyrsta sætið. Að þessu sinni voru eingöngu veitt ein verðlaun í­ ljósi fæðar nemenda sem tóku þátt, en þeir voru fjórir; Baldvin Einarsson og Erla Bernharðsdóttir, Öxarfjarðarskóla, Auðun Elí­ Steinþórsson, Grunnskólanum Raufarhöfn og Helga Björg Reimarsdóttir, Grunnskólanum Þórshöfn. Fyrsta sætið hlaut Erla Bernharðsdóttir, Öxarfjarðarskóla. Kær kveðja, Guðrún S. K.

Öskudagur á morgun 14. febrúar

Kæru foreldrar/forráðamenn Öskudagur á morgun, miðvikudaginn 14. febrúar. Á morgun er Öskudagur og foreldrafélagið stendur fyrir skemmtun fyrir nemendur. Nemendur ganga milli fyrirtækja í­ skrautlegum búningum og syngja, og þar eru þær Eyrún Ösp og Hildur í­ forsvari. Hildur að sjálfsögðu með gí­tarinn í­ för. 😊 Að því­ loknu verður farið í­ í­þróttahús í­ leiki og notalegheit. Tryggvi Hrafn stendur fyrir því­ að allt sé klárt þar svo að hægt sé að slá köttinn úr tunnunni. Leikskólabörn eru velkomin með en foreldrar/foreldri beðnir að fylgja þeim ef nokkur kostur er. Lagt verður af stað frá Lundi kl 12:30 og er Eyrún Ösp búin að semja við skólabí­lstjóra um þá ferð, en foreldrar eru beðnir að sækja börn sí­n kl 16:00 í­ í­þróttahúsið á Kópaskeri. Fyrir hönd foreldrafélagsins, Guðrún S. K.

Breytt dagsetning árshátí­ðar Öxarfjarðarskóla-árshátí­ðin verðu laugardaginn 25. nóv. kl 17:00

Í ljósi verulega vondrar veðurspár fyrir föstudaginn 24. nóvember, sjáum við okkur ekki annað fært en að flytja árshátí­ðina okkar fram á laugardaginn 25. nóvember kl 17:00. Við vitum að þetta er svolí­tið rask en vonum að þið hjálpið okkur að láta þetta ganga upp. Kristinn Rúnar Tryggvason gsm 820-4544/846-3835 sér um aksturinn þennan dag og munu börnin verða sótt og þeim komið í­ Skúlagarð til æfinga á sviði. Bí­ll mun sækja börnin í­ Lóni um 13:30 og það mun einhver verða til staðar og taka á móti þeim í­ Skúlagarði. Bí­llinn sem fer frá Kópaskeri verður kl 13:00 við skólann á Kópaskeri, tekur nemendur þar og svo við heimreiðar á leiðinni í­ Skúlagarð. Koma þarf nemendum í­ veg fyrir Rútuna. Við reiknum með skóla og skólaakstri í­ fyrramálið þangað til annað kemur í­ ljós. Skólabí­lstjórar taka ákvörðun í­ ljósi aðstæðna hverju sinni. Kærar kveðjur, Guðrún S. K. og Anka

Árshátí­ð Öxarfjarðarskóla föstudaginn kl 18:30 24. nóvember 2017

Unglingadeildin sýnir verkið, Litlu hryllingsbúðina sem er söngleikur eftir Alan Menken (tónlist) og Howard Ashman (texti). Litla hryllingsbúðin segir frá munaðarleysingjanum Baldri sem lifir frekar óspennandi lí­fi. Hann vinnur í­ lí­tilli blómabúð í­ skuggahverfi borgarinnar, hjá Móniku, sem tók Baldur í­ fóstur. Viðskiptin ganga fremur illa og blómabúðin er um það bil að leggja upp laupana. Dag einn kaupir Baldur dularfulla plöntu, sem hann nefnir Auði II. Eftir því­ sem plantan vex og dafnar aukast viðskiptin stöðugt meira í­ blómabúðinni og Baldur verður sí­fellt vinsælli. Kvöld eitt uppgötvar hann að plantan getur talað og hún lofar honum frægð og frama, gulli og grænum skógum. En sá galli er á gjöf Njarðar að plantan nærist á mannablóði. Matarvenjur plöntunnar eiga eftir að hafa skelfilegar afleiðingar. Miðdeildin ætlar að sýna leikþáttinn, Ránsferðin í­ Soffí­ubúð eftir Kristján Halldórsson. Nokkrir grallarar ákveða að fara í­ Soffí­ubúð, leika á gömlu konuna, og nappa sér sælgæti þar. Sjáum hvernig fer 😊 Nemendur yngsta stigs sýna leikþáttinn Regnbogafiskurinn, sem er byggður á verðlaunabókinni Regnbogafiskurinn eftir Marcus Pfister. Þar er verið að fjalla um vináttuna og mikilvægi þess að hreykja sér ekki yfir aðra. Þær stöllur, Vigdí­s og Jenny sömdu leikþáttinn. Við hvetjum ykkur til þess að eiga með okkur skemmtilega kvöldstund föstudaginn 24. nóvember kl. 18:30. Miðaverð fyrir fullorðna kr. 2500, fyrir börn á grunnskólaaldri kr. 1500. Kaffihlaðborð innifalið. í“keypis fyrir börn á leikskólaaldri. Starfsfólk og nemendur Öxarfjarðarskóla

Forseti Íslands ásamt föruneyti í­ heimsókn í­ Öxarfjarðarskóla

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson hefur í­ gær og í­ dag verið í­ opinberri heimsókn í­ Norðurþingi. Í morgun kom hann ásamt konu sinni og föruneyti í­ heimsókn til okkar í­ Öxarfjarðarskóla. Nemendur yngri deildar ásamt elstu börnum leikskóla sungu Öxar við ána og færðu forsetahjónunum að gjöf draumafangara sem þau höfðu búið til og eiga að tryggja hjónunum góða drauma. Nemendur miðdeildar lásu tvö ljóð eftir hagyrðinga úr heimabyggð og færðu Guðna og Elizu að gjöf kverið sem varð til eftir haustgleðina fyrir tveimur árum. Svo var smá kynning á björgunarsveitarvali, samstarfi björgunarsveitarinnar og skólans með unglingastarf. Að lokum spiluðu fulltrúar úr unglingadeild og miðdeild gamla Shadowslagið Apache fyrir forsetahjónin. Áður en forsetahjónin kvöddu var skellt í­ hópmynd af nemendum og starfsfólki ásamt þeim hjónum. Nemendur stóðu sig með stakri prýði eins og mátti vænta. Skemmtilegur dagur. GSK

Skólaslit Öxarfjarðarskóla voru í­ dag 19 maí­

Skólaslit Öxarfjarðarskóla voru í­ dag 19 maí­. Sú nýbreytni var að nú tóku nemendur þátt. Eftir að skólastjóri og umsjónarkennari höfðu sagt nokkur orð flutti Bjartey Unnur fyrna góða ræðu og Erna Rún söng lagið Mad World sem Gary Jules gerði frægt. Góð nýbreytni sem auðgaði slitin.

Gróðursetning

Mið- og yngsta stig fóru og settu niður kartöflur og gróðursettu rabarbara í­ sólskininu þann fimmtánda og svo verður uppskeruhátí­ð í­ haust.

Vettvangsferð unglingadeildar í­ Þjóðgarðinn 15. maí­

Þann 15. maí­ fór Christoph með unglingadeildina í­ vettvangsferð í­ Þjóðgarðinn. Farið var í­ góða gönguferð í­ dásamlegu veðri og svo í­ mat hjá Ísak og Noj sem opnuðu grillið sérstaklega fyrir þau.